*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA
Það getur verið snúið að klæða sig eftir veðri hér á Íslandi en ég tími alls ekki að leggja fallegum sumarkjólum og kimonoum þangað til í vor.
Ég hef mest verið að nota blazer jakka & leðurjakkann minn yfir þessar flíkur til að halda á mér hita en undanfarið þá hef ég verið dugleg að nota líka allskonar prjónaðar hlýjar peysur yfir kimono og kjóla og finnst það æði.
Ég bindi kimonoinn í mittið og kræki svo peysunni undir beltið að framan þannig að hún sé stutt að framan en síðari & laus að aftan.
En það er ekki nóg að vera bara í hlýrri peysu hérna á Íslandi þannig að ég er oftast í gallabuxum undir kimono og í æfingabuxum undir kjólum, sem ná svona rétt fyrir neðan hné. Þannig lítur út eins og ég sé berleggja en er það samt alls ekki.
Yfir þetta alltsaman fer ég svo í stóra úlpu eða ullarfrakka.
Leðurjakki, kjóll: AndreA – Taska: LV – Skór: Nike
Kimono, taska & hálsmen: AndreA – Peysa Bershka -Gallabuxur H&M – Skór: Zara
Kimono: AndreA – Peysa Ganni – Skór: BilliBi / GS skór
Kimono, leðurjakki & taska: AndreA – Gallabuxur: H&M – Skór: Zara
Kimono: AndreA – Peysa: heimaprjónuð ala mamma. (prjónablaðið ÝR, blað nr 71 fyrir áhugasama)
Kimono, frakki & taska: AndreA
Og svo frakki yfir allt saman (sem betur fer var ég með töskuna annars hefði ég farið upp með blöðrunum :)
LoveLove
Andrea
Instagram; @andreamagnus
Instagram; @andreabyandrea
Skrifa Innlegg