fbpx

AÐ KLÆÐA SIG EFTIR VEÐRI …

AndreADRESSSAMSTARFTíska
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

Það getur verið snúið að klæða sig eftir veðri hér á Íslandi en ég tími alls ekki að leggja fallegum sumarkjólum og kimonoum þangað til í vor.

Ég hef mest verið að nota blazer jakka & leðurjakkann minn yfir  þessar flíkur til að halda á mér hita en undanfarið þá hef ég verið dugleg að nota líka allskonar prjónaðar hlýjar peysur yfir kimono og kjóla og finnst það æði.
Ég bindi kimonoinn í mittið og kræki svo peysunni undir beltið að framan þannig að hún sé stutt að framan en síðari & laus að aftan.

En það er ekki nóg að vera bara í hlýrri peysu hérna á Íslandi þannig að ég er oftast í gallabuxum undir kimono og í æfingabuxum undir kjólum, sem ná svona rétt fyrir neðan hné. Þannig lítur út eins og ég sé berleggja en er það samt alls ekki.

Yfir þetta alltsaman fer ég svo í stóra úlpu eða ullarfrakka.


Leðurjakki, kjóll: AndreA – Taska: LV – Skór: Nike




Kimono, taska & hálsmen: AndreA – Peysa Bershka -Gallabuxur H&M – Skór: Zara


Kimono: AndreA – Peysa Ganni – Skór: BilliBi / GS skór



Kimono, leðurjakki & taska: AndreA – Gallabuxur: H&M – Skór: Zara


Kimono: AndreA – Peysa: heimaprjónuð ala mamma. (prjónablaðið ÝR, blað nr 71 fyrir áhugasama)


Kimono, frakki & taska: AndreA

Og svo frakki yfir allt saman  (sem betur fer var ég með töskuna annars hefði ég farið upp með blöðrunum :)

LoveLove
Andrea

Instagram; @andreamagnus

Instagram; @andreabyandrea

 

ÞRÍR UPPÁHALDS HLUTIR // GJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Dögg

    8. November 2018

    Mikið er þetta falleg peysa sem mamma þín prjónaði. Ertu til í að deila hvaða uppskrift og garn hún notaði?

    • AndreA

      8. November 2018


      þetta var held ég í norsku prjónablaði,,, veit ekki meir en skal ath hvort að ég geti ekki komist að því :)

    • Andrea

      9. November 2018

      Hæ Dögg
      Peysan er úr prjónablaðinu ÝR blað nr 71 :)

      • Dögg

        9. November 2018

        Takk kærlega! :)

  2. Elísabet Gunnars

    8. November 2018

    Klæðum okkur eftir veðri er algjört must og þú gerir það vel!

  3. Aldís Páls.

    9. November 2018

    Vá hvað peysan hennar mömmu þinnar er falleg já !!

    Ef það kemur af henni uppskrift, held ég í alvöru að ég myndi reyna að prjóna svona <3
    Gæti mögulega klárað verkið á 3 árum ? . ..

    ..með hjálp ?!

    • AndreA

      9. November 2018

      Já Aldís … go for it
      Færð aðstoð hérna í næsta húsi :))