fbpx

11.11.22 SINGLES DAY ! NETSPRENGJA – AFSLÁTTUR Í SÓLAHRING

SAMSTARF

Það er komið að þessu árlega, spennið beltin, opnið tölvuna, hlaðið símann, stillið klukkuna og klárið jólagjafirnar.
11.11 eða Singles Day hefst í kvöld á miðnætti, þegar klukkan slær tólf og 11. nóvember byrjar & stendur yfir í sólarhring.

Singles Day er einn stærsti netverslunardagur ársins þar sem margar netverslanir bjóða upp á afslátt í sólarhring.  Frábært tækifæri til að kaupa t.d. jólagjafirnar á betra veðri.  Í fljótu bragði sýnist mér flestar verslanir bjóða upp á 20 % afslátt í 24 klst.
ATH! afslátturinn fæst einungis á netinu en ekki í verslun hjá flestum.

Ég veit af fenginni reynslu að þessi dagur er RISA stór og það er mikið álag á netsíðum verslana.  Mig langar að benda á að við og örugglega fleiri verslanir þurfum smá tíma til að taka til og ganga frá öllum pöntunum.  Verslunarfólk stendur vaktina nánast 24/7 og afgreiða allt eins hratt og hægt er.  Flestar verslanir senda fyrst pöntunarstaðfestingu og svo annan póst þegar varan er tilbúin til afhendingar, bíðið eftir þeim pósti áður en þið leggið af stað að sækja.

Singles day drottningin Brynja Dan hrinti 11.11 af stað hér á Íslandi fyrir nokkrum árum.  Hún gerir gott betra á hverju ári og ég mæli með að þið nýtið ykkur síðuna hennar 1111.is en þar er hægt að finna á einum stað öll þau fyrirtæki sem taka þátt og hvaða afslætti þau bjóða upp á. Þar er einnig hægt að leita af vörum eftir flokkum.  (síðan opnar á miðnætti).

Svo mæli ég með fréttablaðinu í dag en þar er okkar kona svona líka sjúklega sæt.  Mögulega góð fyrirsögn en ég get staðfest að hún er aldrei leiðinleg, ekki þessa vikuna og ekki einu sinni í dag þó ég hafi verið óþolandi vinkona og hringt í a.m.k. 5x 😉

Við í AndreA erum með í þessum degi eins og undanfarin ár en þetta er eini svona dagurinn sem við tökum þátt í.  Við bjóðum 20% afslátt af öllum vörum.
Það þarf engan kóða, afslátturinn reiknast sjálfkrafa.
ATH!!! Vegna stærðar þessa dags þá er LOKAÐ hjá okkur í verslunum okkar föstudaginn 11.11, afslátturinn er því einungis á netinu og við opnum fyrir hann kl 23:00 í kvöld 10.11.22.
Allar nánari upplýsingar má finna hér: Allt sem þú þarft að vita um 11.11

11.11 er ekki útsala heldur afsláttur af nýjum vörum og því frábært tækifæri til að gera góð kaup og klára jafnvel nokkrar jólagjafir, já eða bara gera vel við sig.  Ég er reddy við tölvuna með kaffi í annari og hleðslutæki í hinni.  Þessar búðir eru á mínum radar.

DIMM, allt fallegt fyrir heimilið
RAMBA, fallegt fyrir heimilið
NOLA, fyrir mig, snyrtivörur.
KÚNÍGÚND, Royal copenhagen.
I-BÚÐIN, iittala glös.
CINTAMANI, fyrir útivistarfatnað og hlýja úlpu.
SKINCARE.IS, dekur fyrir jólatörnina.
LITLA HÖNNUNARBÚÐIN, nokkrar jólagjafir sem ég ætla að kaupa þar.
H VERSLUN, allt fyrir ræktina.


Happy shopping

xxx
AndreA

DRESS: PALLÍETTUR OG PINNAHÆLAR

Skrifa Innlegg