Þetta holla og bragðgóða taco hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér en uppskriftina er að finna í bókinni Vinsælustu uppskriftirnar frá vinsælum matarbloggurum. Það er afar fljótlegt en ég baka brokkólíið og tortillurnar í ofni á meðan ég undirbý rauðkálshrásalatið, fetaostinn og avókadóið. Rauðkálshrásalatið er æðislega gott og ég mæli með að prófa að setja það á hamborgara eða samlokur. Hægt er að breyta uppskriftinni í vegan og skipta þá út majónesinu og ostinum.
Ég mæli með þremur taco á mann
1-2 brokkólíhausar
Ólífuolía
Cumin
Laukduft
Salt og pipar
Litlar tortillur (taco)
1-2 avocado
Fetakubbur
Alfalfa spírur
Rauðkálshrásalat
5 dl ferskt rauðkál
3-4 msk Hellmanns majónes
2 msk Sriracha sósa
Aðferð
- Skerið brokkólí í litla bita og setjið í eldfast form. Dreifið olíu yfir og kryddið með kúmen, laukdufti, salti og pipar.
- Bakið í ofni við 180°C í 13-18 mínútur eða þangað til að brokkólíið er orðið stökkt.
- Útbúið rauðkálshrásalat og hitt meðlætið á meðan brokkólíið er að bakast. Blandið saman majónesi og sriracha sósu með skeið. Skerið rauðkálið í þunnar ræmur og blandið saman við sósuna.
- Stappið fetaostinn og stappið avókadó.
- Penslið tortillurnar með ólífuolíu og hitið þær í ofni.
- Setjið á tortillurnar rauðkálshrásalatið, brokkólí, avókadó, fetaostinn og toppið svo með alfalfa spírum.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg