fbpx

ÍSLENSK SUMARKVÖLD & LÚPÍNUR Í VASA

BLÓMÍSLANDLÍFIÐ

Ókeypis blóm “all you can eat”  eða þannig :)
Ég elska lúpínur þær eru svo fallegar í vasa, ég elska þær reyndar líka í guðsgrænni náttúrunni.  Fyrir blómakonu eins og mig  finnst mér æðislegt að geta fengið þessi blóm hvar sem er og sett í vasa.


Ég tók þessar myndir við Hvaleyrarvatn í gær, þar er dásamlegt að vera, allt fallegt, fuglasöngur og ótrúlega góð orka.  Allt ilmar af sumri.  Við vinkonurnar nenntum varla út úr bílnum fyrst en létum okkur hafa það en þegar við vorum búnar að labba í ca 2 mínútur (eða minna) fyllti ilmurinn úr náttúrunni, útsýnið og sólsetrið hjarta og líkama af gleði.  Ég mæli með að þið farið þangað í kvöldgöngu, þið skiljið hvað ég meina eftir það :)

Ég var fljót að hverfa í lúpínuhrúgu og týndi mér blóm í vasa eða tvo…. love it.


Ég var frekar seint á ferðinni, en guð hvað við erum heppin með svona íslensk björt sumarkvöld.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus

DRESS: HVÍTT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Natalía

    9. May 2023

    Sæl, ég var að lesa greinina þína um lúpínu og er að leita af upplýsingum um líftíma þeirra í vatni/vasa. Getur þú sagt mér hvað hún helst falleg í marga daga/klukkutíma ?