Einfaldur aðventukrans.
Yfirleitt vil ég hafa allt stílhreint og einfalt heima hjá mér og aðventukransinn minn er einmitt þannig.
Ég keypti kertin og greinarnar í Hagkaup & blómabúðinni Burkna. Tölustafina og könglana átti ég í jólakassanum, ég veit þó að svona tölustafir fást t.d. í Föndru.
Ég hafði hugsað mér að festa tölustafina á með leðurreim eða satín borða en endaði svo með því að festa þá á kertið með kennaratyggjói. Greinarnar og könglana lagði ég svo í kring, gerist ekki mikið einfaldara en það.
Fyrst setti ég allskonar á bakkann & svo fór ég að týna af …. því einfaldara því betra.
Nú er spurningin bara hvort ég hafi tölustafina á eða hreinlega hafi kertin bara hvít og stílhrein með engu á ?
LoveLove
AndreA
Instagram: @Andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea
Skrifa Innlegg