fbpx

TRENDNÝTT

BLEIKA LÍNAN FER Í SÖLU Í LINDEX Á MORGUN

KYNNING

Forsala á bleiku línunni í Lindex í Kringlunni fer fram þriðjudaginn 1.okt kl 11:00. Línan er tileinkuð baráttunni við brjóstakrabbamein á Íslandi og rennur 10% af sölu hennar og allur ágóði af sölu armbandsins og bleika pokans til styrktar Krabbameinsfélags Íslands. Viðskiptavinir Lindex á Íslandi hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini síðustu árin og frá upphafi hafa safnast rúmlega 18 milljónir í gegnum Lindex til Krabbameinsfélags Íslands. 

,,Við hjá Lindex viljum styrkja og efla konur því þegar allar standa saman , verðum við enn sterkari.  Við höfum hannað línu með flíkum sem henta við öll tilefni og hægt er að nota á mismunandi vegu. Við vonum að í línunni geti allar konur geti fundið sitt uppáhald sem passar við þeirra  persónulega stíl. Línan er hönnuð fyrir góðan málstað og er í takt við það sem við hjá Lindex stöndum fyrir,” segir Pia Ekholm, hönnunar- og innkaupastjóri hjá Lindex.

 

Trendnet telur bleiku línuna sérstaklega vel heppnaða í ár. Um er að ræða 19 flíkur – mjúkar prjónaflíkur, stílhreinar blússur, pils, kjólar, falleg mynstur og fylgi. Flíkurnar passa fullkomlega í haustfataskápinn og það er auðvelt að setja þær saman á ólíka vegu. Lindex hefur þar að auki hannað sérstakt armband og fjölnota poka en allur ágóði af sölu þess rennur til styrktar Krabbameinsfélags Íslands.

Sjáið línuna í heild sinni hér að neðan –


Bleika línan verður aðeins til sölu í Lindex í Kringlunni og kemur í takmörkuðu upplagi. Meira: HÉR

Happy shopping!

//
TRENDNET

 

H&M Í SAMSTARF MEÐ PRINGLE OF SCOTLAND

Skrifa Innlegg