ALLT UM NÁMIÐ:

LÍFIÐ

Ég hef fengið mikið af spurningum varðandi námið sem ég er í hér í Kaupmannahöfn & fannst mér þar að leiðandi tilvalið að deila því með ykkur hér. Ég er að læra Design, Business and Technology í KEA(Copenhagen School of Design & Technology) en ég er á alþjóðlegri braut & þar að leiðandi er námið kennt á ensku. Ég byrjaði í náminu í ágúst & mér lýst ótrúlega vel á það! Þetta er ótrúlega skemmtilegt & fjölbreytt nám! Og mæli ég hiklaust með því fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á viðskiptum, hönnun & markaðstetningu..

Ef þið hafið einhverja fleiri spurningar varðandi námið ekki hika við ða senda mér línu á annaðhvort Instagram eða Facebook síðu minni.

x Verkefnin eru búin að vera krefjandi en skemmtileg á sama tíma – 

HÖNNUÐURNIR Á RFF N°7

OUTFITREYKJAVIKREYKJAVIK FASHION FESTIVALRFFTÍSKA

Margir hafa beðið spenntir eftir því að fá að heyra hvaða íslensku hönnuðir taki þátt í ár en
Faganefnd Reykjavík Fashion Festival hefur valið 6 hönnuði og vörumerki til þess að koma fram og sýna sín verk í Hörpu þann 23.-25 mars nk.

Hönnuðir/Vörumerki eru eftirfarandi:

Aníta Hirlekar

Inklaw

Another Creation

Myrka

Cintamani

Magnea


Það verður mjög gaman að sjá afrakstur þeirra í lok mars – en miðasalan á viðburðinn hefst síðar í mánuðinum!
Ég ætla að fara og sjá, en þið?

X
Melkorka

 

FATASALA DAGSINS

FATASALAFÓLK

Vinkonurnar Eva Katrín Baldursdóttir og Ása Ninna Pétursdóttir munu halda fatasölu á Loft hostel í dag – eitthvað sem ENGINN ætti að missa af.

11156384_10152934708446871_8553144217046915700_n

Í boði verða merki á borð við:
ACNE
ALEXANDER MCQUEEN
BERNHARD WILLHELM
BEST BEHAVIOR
COMPLEX GEOMETRIES
ELEY KISHIMOTO
FILIPPA K
HUMANOID
KRON BY KRONKRON
MARC BY MARC JACOBS
MARJAN PEJOSKI
PETER JENSEN
SHOE THE BEAR
SONIA BY SONIA RYKIEL
SONIA RYKIEL
STELLA MCCARTNEY
SURFACE TO AIR
TSUMORI CHISATO
VIVIENNE WESTWOOD
WON HUNDRED
WOODWOOD

… Semsagt , fjársjóður í formi fatnaðar.

Myndirnar að neðan hafa þær sett inn til að hita upp mannskapinn.

10649929_10152935538856871_7153098123055761864_n 20187_10152935542551871_340273316666621185_n 11159550_10152935547161871_7250031898025845695_n 10460538_10152935553541871_6073861876952663032_n 11173330_10152935530051871_838497798700548533_n 10518631_10153239700491575_3368120833494619810_n 11173374_10153239700291575_4435162465055793654_n 11156392_10153239700071575_2884554511563713271_n 10492478_10153239699856575_7234504091172617136_n 11188320_10153239699711575_1344592962723954837_n

Ef þið eigið að vera einhverstaðar í dag, þá er það á þessum merkja-fatamarkaði. Það er á hreinu!

Hvar: Loft Hostel
Hvenær: 13:00 – 18:00
Meira: HÉR

Happy shopping.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FALLEG EIGN TIL SÖLU

DESIGNInspiration of the day

Halló góða kvöldið eruði ekki öll hress og kát í sumarskapi, það vona ég! Þar sem mörg ykkar hafið áhuga á fallegum heimilum sem heimsækið Trendnet langar mig að deila með ykkur dásamlegri eign sem var að lenda á markaðnum í dag. Eigendur íbúðarinnar eru nefnilega góðvinir mínir, arkitektar og fagurkerar með meiru en það er ávallt yndislegt að stíga inn í þessa smekklegu íbúð sem er staðsett á besta stað í Fossvoginum.

_53O9392 _53O9390 _53O9378 _53O9400_53O9393 _53O9409

 Mæli með þessari þið sem eruð í íbúðarleit og fyrir áhugasama er opið hús á morgun, nánari upplýsingar má finna HÉR.

PATTRA

STÓLAR

HeimiliHönnun

Screen Shot 2013-10-27 at 11.16.53

 

 

Þegar ég fletti í gegnum Pinterest og Tumblr síður í leit að inspiration fyrir heimilið rek ég alltaf augun strax í stólana á myndunum því mér finnst þeir skipta sköpum fyrir heildarsvip heimilsins. Eru þið ekki sammála því ?

Ef ég ætti alla peninga heimsins myndi ég fylla húsið mitt af þessum stólum hér að ofan. Ég á einn af þeim og því eru bara sex eftir !

Það kostar þó ekkert að horfa á þá og láta sig dreyma, það er góð byrjun ;-)

SELETTI´S: HYBRID COLLECTION

HOMELANGAR

Smellti þessum myndum í gær þegar þetta skemmtilega stell varð á vegi mínum. Ég hef aldrei séð þetta áður en heillaðist strax af sjarmerandi vintage lúkkinu.

 

photo

Fór í smá rannsóknarvinnu um Seletti’s og komst að því að í þessari hönnun mætast austurlöndin og vesturlöndin. Þetta ítalska fyrirtæki leyfir þannig tveim mismunandi menningum að mætast og kemur það mjög skemmtilega út. Annar helmingurinn af hverri vöru kemur frá austri og hinn frá vestri.

Gefur borðhaldinu líf og lit – veit ekki hvort ég myndi týma að borða af þessum listmunum.

photo 2

photo 4photo 3

 

Langar …

xx,-EG-.

NÝTT FRÁ IITTALA

HeimiliHönnunNýtt
Ég er búin að hugsa mikið um nýju filttöskurnar frá Iittala og langar mjög mikið í þessa stærri fyrir heimilið.
Hér getið þið séð töskurnar á heimasíðu Iittala og svo var húsgagnaverslunin MODERN í Kópavoginum að auglýsa rétt í þessu að töskurnar væru fáanlegar hjá þeim.
Iittala var einnig að senda frá sér nýjan lampa og geymslubox sem gæti komið sér mjög vel á mörgum heimilum.
Endilega smellið hér og horfið á fallegt video þar sem nýju vörurnar koma fyrir. Iittala klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

HEIMA

HeimiliMyndirPersónulegtVerona

Þegar ég lít hérna yfir stofuna mína og inn í svefnherbergi trúi ég ekki að það hafi nokkurn tímann verið svona hreint hérna inni, eins og þessar myndir sýna. Þessar myndir hljóta að vera eldgamlar ! ;-)

Emil er farinn á æfingu og Emanuel er að skoða heiminn með Antonellu. Ég ætla að þrífa og verðlauna svo sjálfa mig með blómum.

Góða helgi !

Mandölur

BrúðkaupHeimiliHönnunÍsland

Nú þegar það er komið sumar og kannski einhverjir á leiðinni norður á Akureyri í sumarfrí má ég til með að minnast aftur á verkin hennar Rannveigar vinkonu minnar. Verkin, eða Mandölurnar eins og hún kallar þær, eru handmálaðar af mikilli nákvæmni ( Rannveig er meyja í stjörnumerki, eins og þið sjáið)  og ég er einmitt svo heppin að eiga tvær af myndunum sem ég pósta hér að ofan. Vinnustofa Rannveigar er staðsett í Listagilinu á Akureyri og ef þið hafið áhuga á að eignast mynd eftir hana, ættuð þið endilega að heyra í Rannveigu og mæla ykkur mót áður en þið leggið í´ann norður í fríið.

Mandölurnar koma í öllum mögulegum stærðum, allt frá litlum 10×10 myndum sem fallegt er að hafa t.d á náttborðinu og alveg upp í risastór 180×180 verk sem gerir hvaða stofu sem er guðdómlega fallega.

Ég hafði Mandölur á brúðkaupsgjafalistanum okkar Emils og svo hafði ég fallega handmálaða bók eftir Rannveigu sem gestabók í brúðkaupinu og unir hún sér nú vel á stofuborðinu mínu sem fallegt stofustáss.

HÉR getið þið séð fleiri verk og HÉR getið þið séð nokkrar myndir af vinnustofunni hennar RH. Ég næstum þori að fullyrða að þetta sé fallegasta vinnustofa landsins. Og HÉR getið þið haft samband við snillinginn.

Rannveig sendir verkin með flugi til Reykjavíkur þannig ekki er þörf á að fara norður til að kaupa myndir, þó það sé vissulega skemmtilegra.

Ég ætla norður í sumar og bæti einni í safnið í leiðinni, ég bara verð. Maður verður alveg sjúkur á að skoða þessar myndir.  – Eruð þið ekki sammála ?

LÍFIÐ

LÍFIÐ

Við mæðgur áttum annasaman dag, en það vill oft verða þegar að fáir dagar eru eftir af Íslandsdvöl.
Eitt af því sem að við gerðum var að koma við í SøstreneGrene því lítilli Ölbu hafði verið lofað að fá að föndra sitt eigið skart. Keyptar voru perlur og spotti og svo hófst “hönnunin”. Afraksturinn var þetta krúttlega hálsmen fyrir sig sjálfa en á morgun verður farið í að vinna eftir pöntunum – eitt stykki pabbi í útlandi pantaði nefnilega armband.

Það þarf lítið til þess að gleðja.

Vonandi áttu þið ljúfan dag.

xx,-EG-.