Ég mæli eindregið með heimsókn í Svenskt Tenn og R.O.O.M. ef þið eruð einhvern tímann stödd í Stokkhólmi, sérstaklega fyrir þá sem hafa eftirlæti á innanhúshönnun blikk*Svana.
Byrjum á myndum úr Svenskt Tenn, verslun sem konungum sæmir.. augljóslega eftir verðlagningunni að dæma.
Maður getur hreinlega gleymt sér þarna inni, allt svo fínt. Væri til í þetta hliðarborð og þessa gullfallegu kommóðu, maður getur látið sig dreyma.
Einungis 63.000 sænskar krónur fyrir þennan fallega skáp! Einmitt.
Greinilega málið að hafa plöntur upp á borðum, er sjálf að vinna með það hérna heima.
Myndi heldur ekki segja nei við þetta flotta borð.
Draumavasi eftir Carina Seth Andersson (klikkið á nafnið til þess að skoða betur)
Enn eitt borðið sem ég væri til að eignast —> Svenskt Tenn á FACEBOOK fyrir áhugasama!
Hér erum við komin á R.O.O.M. þar sem verðin eru viðráðanlegri, hér fást vinsæl merki á borð við Muuto, Hay, House Doctor, Missoni Home svo fáein séu nefnd.
Svo lengi sem það eru sófar fyrir þessar elskur..
Details, details, details.. Við erum með svona fiðrildamynd í stofunni hjá okkur þó keypt hræódýrt í Tiger.
Plöntur á borði í allskyns formi.
Ég átti til með að splæsa 2x myndum af þessum guðdómlegu marmaraborðum. Myndi bara helst vilja fá öll 3 borðin heim til mín, Ittala stjakarnir mega alveg fylgja með.
Örugglega eitthvað af þessu sem þið mynduð vilja sjá á ykkar heimili, am-I-right?!
..
For all you interior design lovers out there.. make sure to visit Svenskt Tenn and R.O.O.M. if you ever find yourselves in the city of Stockholm. You won’t be disappointed, that’s a promise!
PATTRA
Skrifa Innlegg