fbpx

Pattra S.

STOCKHOLM …GAMLA STAN

My closetNew closet memberTraveling

Það er víst skylda að heimsækja Gamla Stan ef maður er staddur í Stokkhólmi og auðvitað fórum við eftir þeirri reglu og áttum gott kvöldrölt um hverfið í vetrarblíðunni. Ég hef líka heyrt að það er enn yndislegra þar yfir sumartímann og ég get vel trúað því þar sem hverfið minnti mig óneitanlega á suðrænni stað, um stund leið mér eins og ég væri stödd á Ítalíu! Það er klárlega á dagskránni að heimsækja borgina aftur þegar það hlýnar enda urðum við hjúin bálskotin í henni.

SONY DSCSONY DSCSONY DSC

 Þessi massívi jakki úr Topshop hélt á mér hitanum bæði á Íslandi og í Svíþjóð -Góð kaup!

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

Í Gamla Stan er meðal annars konungshöllin

SONY DSCSONY DSC

..Og hér sjáiði glitta í nýju ástina í mínu lífi(afsakið ef ég hljóma eins og grunnhryggið fífl) en ég fékk þessa fííínu Mulberry tösku frá manninum mínum í árs brúðkaupsafmæli og hún á skilið eigin bloggpóst þessi elska. Áður en þið kastið upp úr væmni þá gaf hann mér forljótan kjól í jólagjöf sem ég að sjálfsögðu skipti og fékk í staðinn fallegar slaufur handa honum. Win win!

..

Gamla Stan or the ”Old City” is a neighbourhood you have to visit if you find yourself in Stockholm and we did just that on a beautiful winter evening. I’ve heard that during the summertime it’s even more cozy there and I could imagine why as I fell a bit like I was suddenly in Italy. Can’t wait to visit Stockholm again when it’s hot and nice, what a great city! I kept warm both in Iceland and Sweden in my giant jacket from Topshop and would you take a look at my new luv aka the Mulberry bag.. more on that later.

PATTRA

K-BAR

Skrifa Innlegg

16 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    14. January 2014

    Yndislegur staður.. elskaði að rölta þarna um síðast þegar ég var þarna:)
    En haha, þessi “forljóti” kjóll hefði líka átt skilið sérfærslu, hefði viljað sjá herlegheitin!

    • Pattra S.

      17. January 2014

      HAHA! Okii ég var kanski smáá að ýkja að hann var ”forljótur” En eilítið skinkzfílingur í honum og til gamans má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn gefur mér svoleiðis dress í gjöf. Hmmmmm

  2. Annetta

    14. January 2014

    Ohh langar svo að heimsækja Stokkhólm. Æðislegur Topshop jakkinn!! xx

  3. Karen Lind

    14. January 2014

    Hahaha… forljóti kjóll! Æðisleg taska = komdu með nærmynd :-)

  4. Hilrag

    15. January 2014

    ég er svolítið forvitin með þennan forljóta kjól –

    taskan er hins vegar guðdómleg! xx

    • Pattra S.

      17. January 2014

      Takk dömur.. :D DÝRKA þessa tösku. Nærmynd coming’up!
      Kjólinn var ekki aaalveg ég hah

    • Pattra S.

      17. January 2014

      Kærar Þakkir:)

  5. Silja

    15. January 2014

    Ég hef heimsótt Gamla stan í ágúst og það er yndislegt, ég varð gjörsamlega ástfangin af staðnum.

  6. Heiðdís

    15. January 2014

    Oh lord, ekki amaleg gjöf, Del Rey í Oak? Mulberry á skilið eigin færslu, yes! :)

    • Pattra S.

      17. January 2014

      Glögg ertu!! :)
      Alveg tvímælalaust. On it!

  7. Þóra

    16. January 2014

    Elska Stokkhólm, farið nokkrum sinnum að heimsækja vini og Gamla Stan er alveg must að heimsækja ALLTAF.

  8. Margrét

    16. January 2014

    Hvaðan er kjóllinn sem þú ert í?

    • Pattra S.

      17. January 2014

      Undirkjóllinn með blúndunum úr H&M og bolakjóllinn úr & Other Stories

  9. Pattra S.

    17. January 2014

    Stockholm verður heimsótt aftur í bráð, það er nokkuð ljóst.
    Gamla stan er algjörlega ómissandi, þvílíkur sjárma sem þetta hverfi hefur :)

  10. Guðrún

    24. February 2014

    Ég er alveg að missa mig yfir hattinum þínum – hvar get ég nálgast svona eintak ?

    ;)