fbpx

Pattra S.

HAUSTTREND #1 UPPHÁ STÍGVEL

DetailsHaust TrendInspiration of the dayMy closetTREND ALERT

Ekki seinna vænna en að byrja fjalla um haust-trendin í ár, er ekki haustið annars handan við hornið? Það er svo gaman að klæðast haustflíkur og fyrsta trendin sem ég ætla að skrifa um kannast margir eflaust við.

MYNDIR : Vogue UK

Flotta Columbine  í stígvélum úr haustlínu H&M sem ég ætla klárlega að kíkja á þegar þau verða fáanleg.

Undirrituð í uppháum stígvélum jólin’09 / Wearing knee-high boots from Zara X-mas’09

Það lítur allt út fyrir að upphá stígvél ætli að koma með comeback núna í haust. Ég er búin að taka vel eftir því í vinsælum tískubloggum út í heim og einnig út um allt í tímaritum. Sjálf hef ég alltaf verið mikið fyrir upphá stígvél og hef átt þau fjölmörg síðan ég byrjaði að pæla í tískunni sem unglingur, í ár virðast þau fara enn hærra upp! Er að elska 70’s fílinginn á Bresku Vogue myndunum. ROCK&ROLL.. Hvað segiði, af eða á?

..

It looks like knee high boots are having a major comeback this fall but I’ve noticed it in popular fashion blogs around the world as well as in many magazines. I’ve been a knee-high fan myself for the longest time and have own a couple of them thru the years but this year, they are going even higher.. thigh high! Loving the 70’s vibe in those Vogue UK photos. ROCK&ROLL.. So what do you reckon, yay or nay?!

PATTRA

 

SUIT UP!

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Reykjavík Fashion Journal

    21. August 2013

    Mér finnst þetta æði! – Mest langar mig í svört flatbotna leðurstígvél, held það verði mega þæginlegt í vetur. Á fyrir köggur rúskinns stígvél síða einmitt 2009 – vá hvað ég er fegin að hafa ekki losað mig við þau ;)

    • Pattra's

      22. August 2013

      Kögur rússkinns verða algjör snilld í haust, ég held ég eigi einmitt líka mína enn tískan fer auðvitað bara í hringi ;)
      En langar í leður með temmilegum hæl, svona sem maður getur notað hverdags og líka dressað upp. Maður kæmist kanski upp með Pretty Woman lúkkið í NY eða Paris en ég held að það gangi ekki alveg upp hérna í Randers :D Spennt að sjá H&M stígvélin!

  2. Elísabet Gunn

    22. August 2013

    Bu ég losaði mig við mín í Koló og hef oft séð eftir því !!
    En mega næst þetta trend. Manni verður allavega ekki kallt á táslunum.

    • Pattra's

      22. August 2013

      Það er einmitt það besta, heldur vel á manni hita. Væri til að eignast parið sem skvísan á síðustu mynd skartar(og helst restina af dressinu hennar líka), eitthvað svo elegant við rússkinns :) Ég er sökker fyrir upphá rússkinns stígvélum!

  3. Silja

    22. August 2013

    Hæ, varð bara kommenta að mér finnst ekkert smá gaman að lesa póstana þína :) held ég hafi lesið þá alla! Ert alltaf með eitthvað skemmtilegt og spennandi að lesa, endilega halda þessu áfram!!

    • Pattra's

      22. August 2013

      Það sem mér finnst afskaplega gaman að heyra þetta! Kærar þakkir :)
      Ég lofa að vera öflug, sérstaklega eftir svona fín comment, haltu endilega áfram að kíkja við.

  4. Svart á Hvítu

    22. August 2013

    Ég sem var einmitt að dusta rykið af mínum í dag eftir nokkra ára breik, elska svona upphá stígvél:) Fíla mjög vel þessi svörtu úr H&M, ætla að kíkja á þau:)

    • Pattra's

      22. August 2013

      Gott með þig :)
      JÁ, nennum við að verða stígvéla-systur?! Ég er svo mikið til í það, ætla að stalka hm.dk -læt þig vita þegar ég spotta þá.

  5. Hilrag

    25. August 2013

    þetta er eitthvað sem þú púllar sjúklega vel en ég dvergurinn er eins og donk í… haha

    xx

    • Pattra's

      28. August 2013

      Hahaha ertu galin? Við erum alveg örugglega svipað háar(eða lágar?). Ég sver það, þetta lengir mann meira að segja smá annað hvort það eða ég er að fíla dvergalúkkið á mér :)