fbpx

RAWNOLA

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
* Færslan er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Rawnola er svipað og granola nema alveg “raw”. Rawnola inniheldur einungis 3 hráefni og líklega auðveldasta uppskriftin sem ég kem til með að deila með ykkur. Algjör snilld til að eiga inní ísskáp og nota ég rawnolað á einhverskonar jógúrt, með möndlumjólk eða bara eintómt. Ekki skemmir fyrir að uppskriftin inniheldur engin aukaefni, er vegan og inniheldur engan viðbættan sykur! Þú þarf ekki að vera neinn sérfræðingur í eldhúsinu til að búa til rawnola og vona ég að flestir prófi þessa einföldu snilld!

Hráefni:

2 bollar döðlur (ferskar eða lagðar í bleyti í 30 mín)
2 bollar hafrar
2 bollar kókosmjöl

Aðferð:

Öllum hráefnunum blandað vel saman í matvinnsluvél þar til rawnolað er svipað á áferð
og myndin sýnir að ofan. Best að geyma rawnolað í krukku inní ísskáp.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

AVÓKADÓ SÚKKÚLAÐIMÚS

Skrifa Innlegg