fbpx

AVÓKADÓ SÚKKÚLAÐIMÚS

HeilsaLífiðUppskriftir

Gleðilegan sunnudag! Í dag langar mig að deila með ykkur ofur einfaldri uppskrift af hollri súkkulaðimús. Þessi súkkulaðimús er sykurlaus og er aðal uppistaðan í músinni avókadó!

Hráefni:

2 avókadó
1  kókosmjólk í dós
2 dl af ósykruðu kakó
1 dl sweet like sugar 
1 tsk salt 

 

Aðferð:

Öllu hráefninu blandað vel saman í matvinnsluvél þangað til áferðin er orðin “fluffy” og silkimjúk! Setjið músina í falleg glös og skreytið með hindberjum. Best að kæla músina í 1-2 klukkustundir áður en hún er borin fram. 

Takk kærlega fyrir að lesa og hvet ykkur innilega til að prófa þessa bragðgóðu súkkulaðimús!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI

Skrifa Innlegg