fbpx

FÖSTUDAGSLISTI

HeilsaLífiðPersónulegt

Góðan daginn og gleðilegan sólríkan föstudag! Langt síðan síðast að ég deildi með ykkur föstudagslista svo hér kemur hann.

Bolur – Balmain
Buxur – Levi’s 501
Skór – Zara 

Föt dagsins:
Í dag er ég enn klædd í náttsloppinn – mjög rólegur morgun hjá mér en ég fer bráðum að drífa mig út að hlaupa.

Skap dagsins:
Er í mjög góðu sumarskapi og vona innilega að vorið sé komið. Spennt fyrir helginni að hitta fólkið mitt og taka því rólega. 

Lag dagsins:
Er að hlusta á nýju plötuna hennar Billie Eilish í gegn. Held ég fýli hana bara ágætlega.  

Matur dagsins:
Í dag ætla ég að reyna að borða tiltölulega hollt. Hef oft byrjað nammidaginn einum degi snemma og borðað mikið nammi á föstudögum. Held ég reyni frekar að búa til eitthvað hollt nammi í dag og deili kannski uppskriftinni með ykkur ef hún heppnast vel!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það hafi ekki verið HM morgunverðurinn í sænska sendiráðinu að skoða nýju HM Conscious Exclusive línuna. Ekki á hverjum degi sem maður fær boð í sendiráðið. Mjög áhugavert að hlusta á framtíðarplönin hjá HM um að nota sjálfbær efni og minnka sóun og mengun í tískuiðnaninum. Gleður mig mjög mikið og gaman að fylgjast með því! Einnig kom podcastið út með mér og Helga í Helgaspjallinu og fannst mjög gaman að fá góð viðbrögð frá því. Var smá smeik yfir þessum podcasti en held að hann hafi bara komið mjög vel út! Takk allir sem sendu mér skilaboð, kann mjög vel að meta það!

Óskalisti vikunnar:
Allt frá línunni hennar Fanney Ingvars með MOSS. Er mjög skotin í mörgum flíkum hjá henni og mun klárlega fjárfesta í einhverri fallegri flík. 

Plön helgarinnar:
Er að fara í mjög skemmtilegt mission í dag og mun kannski deila því með ykkur seinna hér á Trendnet. Það er spáð góðu vorveðri um helgina (er mjög háð veðrinu haha) þannig vonandi verður planið bara að njóta og kannski kíkja eitthvað á bæjarrölt í góða veðrinu. Annars bara þetta týpíska, taka góða æfingu, borða góðan mat og njóta lífsins! 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

ÍSKAFFI UPPSKRIFT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1