fbpx

ÍSKAFFI UPPSKRIFT

HeilsaLífiðUppskriftir

Að mínu mati er ískaffi mun betra en heitt kaffi. Ég fæ mér alltaf ískaffi á Starbucks þegar ég er erlendis en hef ekki fundið neina staði á Íslandi sem bjóða uppá gott ískaffi. Ég vil að mitt ískaffi sé létt í magann og sykurlaust. Að því sögðu hef ég verið að fullkomna uppskrift af heimatilbúnu ískaffi og búin að finna mína uppáhalds blöndu. Ég nota Sjöstrand espresso kaffihylki sem eru 100% lífræn og náttúruleg.

Innihald:

2 espresso hylki frá Sjöstrand

200 ml þunn mjólk af eigin vali (ég nota Koko kókosmjólk ósykraða)

5 dropar vanillu stevía frá Good Good

Klakar

Aðferð:

Finnst best að fá mér tvö espresso skot og læt þau svo kólna. Ef ég hef ekki mikinn tíma set ég kaffið inní ísskáp eða frysti. Það er mikilvægt að setja ekki klakana ofaní heitt kaffi því þá verður blandan of vatnskennd. Þegar kaffið er búið að kólna bæt ég þá við  vanillu stevíu og klökum og að lokum mjólkinni. Ekki flóknara en það!

Hvet ykkur til að prófa og takk fyrir að lesa <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

DUBAI SNAPSHOTS

Skrifa Innlegg