fbpx

DUBAI SNAPSHOTS

FerðalagLífiðPersónulegt

Nú eru liðnir nokkrar dagar síðan ég kom heim frá Dubai og finnst mér ég skulda ykkur færslu um ferðina. Ég og systir mín eyddum 8 dögum saman í Dubai og var planið að taka því rólega, borða góðan mat og njóta lífsins. Ég naut mín í botn og varð ástfangin af Dubai. Fannst borgin hafa allt: strendur, góðan mat, fallegar byggingar, gott veður og rólegt andrúmsloft. Ég mun klárlega fara aftur til Dubai og mæli ég innilega með henni fyrir þá sem vilja slaka á. Ég ætla að leyfa myndunum að tala fyrir sig. En ef þið eruð með einhverjar spurningar um ferðina ekki hika við að senda mér línu á Instagram – hildursifhauks.

 

Nú tekur svo sannalega hversdagsleikinn við hérna heima og langa biðin eftir vorinu er hafin!
En takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

– Hildur Sif Hauks

DUBAI OUTFIT POST

Skrifa Innlegg