fbpx

TACOS MEÐ BBQ BLEIKJU & MANGÓSALSA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Fiskur þarf sko alls ekki að vera leiðinlegur og hér kemur bleikja í afar góðum búningi. Ljúffengt taco með BBQ bleikju, mangósalsa, sýrðum rjóma með jalapeno Tabasco, vorlauk og sesamfræjum en þennan rétt útbjó ég í samstarfi við Innnes. Þessi samsetning er ofur góð og öll hráefnin vinna vel saman. Ferskt, gott og fljótlegt og ég mæli með að þið prófið.

Fyrir tvo
500 g bleikja
2-3 msk Heinz BBQ sósa
Salt & pipar
Mission street tacos
1,5 dl sýrður rjómi
1-2 tsk jalapeno Tabasco
Romaine salat eða annað salat
1 vorlaukur
Sesamfræ

Mangósalsa
1 tómatur
½ mangó
1 avókadó
Safi úr ½ lime

Aðferð:

  1. Leggið bleikjuna á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Saltið og piprið bleikjuna og smyrjið hana með BBQ sósunni.
  2. Bakið í ofni við 190°C í 12-15 mínútur.
  3. Smátt skerið tómat, mangó og avókadó. Blandið saman í skál ásamt safa úr lime.
  4. Hrærið saman sýrðum rjóma og jalapeno Tabasco sósu.
  5. Skerið vorlauk smátt og skerið romaine salatið í strimla.
  6. Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu og smyrjið þær með sýrða rjómanum. Dreifið salatinu, salsanu og fiskinum yfir. Toppið með vorlauk og sesamfræjum. Njótið vel :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

ÓMÓTSTÆÐILEGIR TORTILLU ÞRÍHYRNINGAR

Skrifa Innlegg