fbpx

ÓMÓTSTÆÐILEGIR TORTILLU ÞRÍHYRNINGAR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ljúffengar og djúsí fylltar tortillur sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Spelt og hafra tortillur fylltar með rjómaosti (að sjálfsögðu Philadelphia), cheddar osti, kjúklingi, tómötum og laukhring. Ég loka þeim þannig að þær mynda þríhyrning sem auðvelt er að borða með höndunum og dýfa í sósur.  Snilldar uppskrift sem hentar vel sem kvöldmatur eða í Eurovision partýin sem eru framundan. Laukhringirnir setja punktinn yfir i-ið og gera þetta extra djúsí. Mæli með að þið prófið spelt og hafra tortillurnar frá Mission en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru alltaf til heima hjá mér.

2 kjúklingabringur frá Rose Poultry
1-2 msk ólífuolía
Krydd: ½ tsk laukduft, ½ tsk hvítlauksduft, ½ tsk cumin, 1 tsk salt, ¼ tsk chili(eða eftir smekk)
Mission spelt og hafra tortillur
Philadelphia rjómaostur
Rifinn cheddar ostur
Smátómatar eða kokteiltómatar
Laukhringir (frosnir)

Berið fram með sósum eftir smekk:
Heinz hvítlaukssósu
Salsasósu frá Mission
Guacamole

Aðferð

  1. Byrjið á því að skera kjúklingin mjög smátt.
  2. Blandið kjúklingnum saman við ólífuolíu og kryddið.
  3. Dreifið honum í eldfast mót og bakið í 20-25 mínútur við 195°C.
  4. Bakið laukhringina eftir leiðbeiningum og smátt skerið tómata.
  5. Skerið tortillur í tvennt.
  6. Smyrjið tortillurnar með rjómaosti og dreifið cheddar osti eftir smekk yfir.
  7. Dreifið 2 msk af kjúklingi í miðjuna, 1 msk tómötum og setjið laukhringin ofan á.
  8. Lokið tortillunni með því að mynda þríhyrning (sjá mynd fyrir neðan).
  9. Penslið tortillurnar með ólífuolíu og dreifið á ofnplötu þakta bökunarpappír.
  10. Bakið í ofni við 190°C í 6-8 mínútur og berið fram með sósum eftir smekk.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EINFALT NAAN BRAUÐ

Skrifa Innlegg