fbpx

SÚKKULAÐIMÚS MEÐ DAIM

EFTIRRÉTTIR & KÖKURUPPSKRIFTIR

Þessi súkkulaðimús er mín allra uppáhalds og tilvalið að gera hana um páskana. Það er svo þægilegt hvað hún er fljótleg í bígerð en það er einungis fjögur hráefni í henni.  Ég geri hana margoft sem eftirrétt í matarboðum og hún slær alltaf í gegn. Mér finnst þetta frábær eftirréttur og einfalt að útbúa. Svo er mjög þægilegt að gera hana daginn áður. Mæli með að bera músina fram með ferskum berjum og jafnvel þeyttum rjóma. Hér toppa ég hana með litlum súkkulaðieggjum, hindberjum og smá Daim Milka súkulaði.

Fyrir 6
150 g Milka súkkulaði með Daim
2 msk smjör (30 g)
2 eggjarauður
1 ½ dl rjómi

Aðferð

  1. Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.
  2. Hrærið tveimur eggjarauðum með skeið við súkkulaðibráðið. Súkkulaðið er svolítið þykkt en þegar þið hrærið rjómanum saman við þá verður þetta fullkomið.
  3. Léttþeytið rjóma og hrærið honum varlega saman við súkkulaðið með skeið.
  4. Dreifið músinni í 6 glös og geymið í ísskáp í 1 klst eða lengur.
  5. Gott að bera fram með ferskum berjum og þeyttum rjóma.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MAC AND CHEESE MEÐ FERSKUM ASPAS

Skrifa Innlegg