Ef að ykkur langar í dásamlegan forrétt sem er bæði léttur og bragðgóður þá er þetta algjörlega málið! Svo ljúffengt, stökkt og einfalt að útbúa. Ég hef bæði notað súrdeigsbrauð (á það nánast alltaf til í frystinum) eða pretzel. Ég sker brauðið smátt og baka í ofni þar til það verður stökkt. Ber svo fram með ferskum mozzarella, litlum tómötum, ólífuolíu og basilíku.
Fyrir 4
2-3 súrdeigsbrauðsneiðar eða 1 pretzel (keypti í Gulla bakara)
Krydd: salt, hvítlauksduft, laukduft, cayenne pipar
2-3 msk ólífuolía og meira til að toppa réttinn með
Litlir tómatar td. Kokteiltómatar eða medley tómatar
1 fersk mozzarella kúla
Fersk basilíka eftir smekk
Chili flögur og pipar
Aðferð
- Skerið brauðið í litla teninga. Blandið saman við ólífuolíu og kryddi.
- Dreifið brauðinu á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í ofni við 190°C í 10 mínútur eða þar til brauðið er orðið stökkt. Passið að brenna ekki brauðið.
- Skerið tómatana í tvennt.
- Dreifið brauðinu í skál eða á djúpan disk og dreifið tómötunum yfir.
- Rífið mozzarella í smáa bita og dreifið yfir.
- Toppið með ólífuolíu, pipar, chili flögum og nóg af basilíku eftir smekk.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg