fbpx

STJÖRNUMERKJAPLATTAR FRÁ BY MULTI

SAMSTARF

Fallegu og vinsælu stjörnumerkjaplattarnir Merkið mitt frá By multi eru 7 ára í dag. Húrra! Af því tilefni ætla ég, í samstarfi við By multi, að gleðja einn fylgjanda á Instagram með fjórum hvítum stjörnumerkjaplöttum. Það eina sem þið þurfið að gera er að fylgja mér og By multi á Instagram, tagga vin og líka við myndina. Þið getið tekið þátt hér.

Í dag opnaði By multi glæsilega vefverslun www.bymulti.com og er 20% afslátt af öllum vörum til og með 18.apríl. Einnig eru frábæru dagatölin á 50% afslætti. Núna er töluvert eftir af árinu og full ástæða til að skipuleggja það vel. Þið getið lesið meira um dagatölin hér.

Þórunn Vigfúsdóttir hannaði veggplattana árið 2014 og stofnaði By multi. Hver einasti platti er handgerður af Þórunni sjálfri en hún gerir allt sjálf í bílskúrnum á fjölskylduheimilinu. Það hefur verið nóg að gera hjá henni frá byrjun og verkefnið hefur heldur betur undið upp á sig. Þórunn stefnir á að láta steypuvinnuna í hendur annarra í framtíðinni svo að hún nái að einbeita sér enn frekar að hönnuninni. Það er margt spennandi á döfinni hjá By multi. 

Hugmyndin af veggplöttunum kemur frá æskuheimili Þórunnar. Þar héngu koparpottar með stjörnumerkjum allra fjölskyldumeðlima upp á vegg. Þórunni fannst þetta alltaf heillandi og langaði sjálf að eignast svipað fyrir sína eigin fjölskyldu.

Stjörnumerkjaplattarnir fást í Líf og list Smáralind, Dimm Ármúla, @home Akranesi, Motivo Selfossi, Póley Vestmannaeyjum, Fok Borgarnesi, Kista Akureyri, Blóma og Gjafabúðinni Sauðárkróki.

Mér hafa alltaf þótt stjörnumerkjaplattarnir dásamlega fallegir og þeir hafa verið á óskalistanum mínum lengi. Loksins munu þeir fá að prýða heimilið mitt en ég fékk að gjöf stjörnumerki barnanna, meyju og fisk. Ég hlakka til að setja þá upp á næstu dögum.

By Multi vefverslun
By Multi Instagram
By Multi Facebook

Takk fyrir að lesa & endilega takið þátt í gjafaleiknum

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MYNDBAND: BLEIKJA MEÐ RJÓMAOSTI OG KRÖNSI

Skrifa Innlegg