fbpx

MYNDBAND: BLEIKJA MEÐ RJÓMAOSTI OG KRÖNSI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUppskriftir

Einföld og dásamleg bleikja með hvítlauks og kryddjurta Philadelphia rjómaosti og Eat real snakki með Chili og sítrónu sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Ofur fljótlegur og bragðgóður réttur sem ég mæli mikið með. Ég elska hvað snakkið gerir réttinn extra krönsí og góðan. Ekta uppskrift til að útbúa í byrjun vikunnar. Hér kemur uppskriftamyndband af þessum frábæra rétti.

Bleikja 500 g
3-4 msk Philadelphia light með hvítlauki og kryddjurtum
6 dl Eat real snakk með chili og sítrónu
4 msk Filippo berio ólífuolía
Salt og pipar
PAM sprey
Toppið með ferskri steinselju

Aðferð

  1. Smyrjið eldfast mót með PAM spreyji. Leggjið bleikjuna í formið. Saltið og piprið eftir smekk.
  2. Smyrjið rjómaostinum yfir flökin.
  3. Myljið snakkið í poka eða í matvinnsluvél og blandið saman við ólífuolíu.
  4. Dreifið snakkinu yfir bleikjuna  og bakið í 20 mínútur við 190°C. Gott að toppa með

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FRENCH TOAST MEÐ FERSKUM BERJUM

Skrifa Innlegg