fbpx

SMÁKÖKUR MEÐ KÓKOS OG HAFRAMJÖLI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURUPPSKRIFTIR

Það er svo jólalegt að baka smákökur á aðventunni og hér kemur ein gömul uppskrift sem mamma bakaði alltaf fyrir jólin frá því að ég man eftir mér. Ég deildi þessari uppskrift með Hringbraut í síðustu viku og ég verð að sjálfsögðu að deila henni með ykkur líka. Ofur einfaldar og ljúffengar smákökur. Oft bökuðum við þessar smákökur mörgum sinnum yfir aðventuna þegar ég var lítil því þær kláruðust alltaf strax. Núna baka ég þær alltaf á aðventunni og þær eru alltaf jafn góðar. Ég mæli með að þið prófið!

100 g smjör
3 dl haframjöl
1 ¼ dl kókosmjöl
1 ½ dl sykur
1 egg
1 tsk lyftiduft
1 msk hveiti
Suðusúkkulaði

Aðferð

  1. Bræðið smjörið. Hellið því yfir haframjölið og hrærið saman.
  2. Blandið kókosmjöli, sykri, eggi, lyftidufti og hveiti vel saman við.
  3. Dreifið deiginu með teskeið á bökunarplötu þakta bökunarpappír (passið að dreifa ekki mjög þétt).
  4. Bakið við 190°C í u.þ.b. 5 mínútur. Kælið.
  5. Bræðið súkkulaðið í skál yfir vatnsbaði og penslið botninn á kökunum.
  6. Geymið á köldum stað og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: MANDARÍNU GIN & TÓNIK

Skrifa Innlegg