fbpx

HELGARKOKTEILLINN: MANDARÍNU GIN & TÓNIK

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Þessi kokteill er ferskur, einfaldur og afar góður og ég mæli hiklaust með! Gin og tónik með mandarínu og rósmarín. Mér hefur alltaf fundist gin og tónik mjög góður drykkur en þessi útgáfa setur hann á annað level því mandarínan gefur honum bæði sætt og ferskt bragð. Skál til ykkar!

Einn kokteill
½ dl safi úr mandarínu (2-3 mandarínur)
5 cl Rpoku gin
1,5-2 dl tónik
2 dl klakar
Ferkst rósmarín (má sleppa)

Aðferð

  1. Byrjið á því að kreista safann úr mandarínunum.

  2. Setjið klaka í glas og hellið gini, safa úr mandarínum, tónik og hrærið varlega saman.

  3. Skreytið með rósmarín og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GRÆN & GÓMSÆT PIZZA

Skrifa Innlegg