fbpx

SMÁKÖKUR MEÐ CADBURY MINI EGGJUM

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ef að þið elskið litlu súkkulaðieggin frá Cadburys þá munið þið elska þessar einföldu smákökur! Ég elska þessi litlu gómsætu egg og þessar smákökur sem ég gerði í samstarfi við Innnes eru svo góðar! Kökurnar renna ljúflega niður með kaldri mjólk eða rjúkandi heitu kaffi. Tilvalið til að baka um helgina með krökkunum eða bara fyrir ykkur til að njóta.

200 g smjör við stofuhita
1 dl púðursykur
0,3 dl sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
4,7 dl hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
3 pokar Cadbury mini egg

Aðferð

  1. Byrjið á því að hræra saman smjör, púðursykur og sykur í hrærivél. Hrærið í nokkrar mínútur eða þar til hráefnin hafa blandast vel saman.
  2. Bætið eggjum og vanilludropum saman við og hrærið þar til blandan verður rjómakennd.
  3. Hrærið hveiti, matarsóda og salti saman við.
  4. Saxið 3 poka af Cadbury mini eggjum og takið smá til hliðar til að skreyta (má sleppa).
  5. Blandið mini eggjunum saman við deigið.
  6. Þekjið bökunarplötu með bökunarpappír og útbúið kúlur úr deiginu með höndunum (1 kúla = 1 ½ msk). 
  7. Dreifið kúlunum á bökunarpappírinn og þrýstið með skeið ofan á þær (passið að hafa smá bil á milli deigsins) Skreytið með mini eggjunum.
  8. Bakið við 180°C með blæstri í 8-10 mínutur og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

KJÚKLINGUR Í RJÓMAOSTASÓSU MEÐ SVEPPUM & ESTRAGON

Skrifa Innlegg