Ein af mínum uppáhalds pizzum verður í kvöldmatinn en hún er með kartöflum, klettasalati og trufflusósu. Það er mjög auðvelt að útbúa hana og að auki er hún sérlega góð. Við fjölskyldan útbúum oft pizzu á föstudagskvöldum og þá er hefð fyrir því að börnin fá að gera sína eigin pizzu. Dásamlegt að byrja helgina á svona notalegri stund saman. Innblásturinn fékk ég frá pizzastaðnum á Hverfisgötu 12 en sá staður var í miklu uppáhaldi hjá mér og hans er sárt saknað.
Uppskrift af 12 tommu pizzu
200 g pizzadeig
6-8 kartöflur, meðalstórar
3 msk olívuolía
2 hvítlauksrif
3-4 msk smjör
3 skarlottulaukar
2 hvítlauksrif
Rifinn mozzarella
2 msk steinselja
Klettasalat
Truffle aioli frá Stonewall kitchen
Aðferð
- Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar. Dreifið þeim á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
- Hrærið einu pressuðu hvítlaukrifi við olíuna og penslið kartöflurnar með blöndunni. Saltið og piprið kartöflurnar og bakið þær í 20 mínútur við 190°C.
- Steikið skartlottulaukinn upp úr örlitlu smjöri. Bætið við einu pressuðu hvítlauksrifi og restinni af smjörinu.
- Fletjið deigið út og penslið eða smyrjið það með smjörblöndunni.
- Dreifið rifnum mozzarella og raðið kartöflunum ofan á. Dreifið steinseljunni og bakið í 12-15 mínútur við 190°C.
- Toppið að lokum pizzuna með klettasalati og trufflu aioli.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg