fbpx

PASTASALAT MEÐ FERSKUM MAÍS, TÓMÖTUM OG KJÚKLING

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Einfalt og gómsætt kalt pastasalat með ferskum maís, fusilli pasta, tómötum, kjúklingi og fetaosti sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Núna er sá tími ársins þegar ferskur maís kemur í verslanir og ég elska það! Þess vegna langaði mig að útbúa pastarétt sem inniheldur maís en hann er svo góður með pastanu, fetaostinum, tómötunum og sósunni og gerir alveg extra gott bragð. Rétturinn er einnig ljúfur í veislum en þá er sniðugt að sleppa avókadó eða bæta því við rétt áður en rétturinn er borinn fram. Mæli með að bera þetta fram með ísköldu rósavíni.

Fyrir 4
400 g fusilli frá De Cecco
2 ferskir maískólfar
Krydd: Salt, pipar og cayenne pipar
1-2 msk smjör til steikingar
4 dl litlir tómatar (ég notaði medley tómata)
4 dl rifinn kjúklingur
2 dl fetakubbur (hreinn fetaostur)
2 avókadó (má sleppa, bara gott ef borðað er strax)
Salat eftir smekk
Toppa með fetaosti og ferskum kóríander eða steinselju

Sósa
2 dl Heinz majónes
Safi úr 1 lime
1-2 msk Sriracha eða sambal oelek
Salt & pipar eftir smekk

Aðferð

  1. Byrjið á því að sjóða fusillini eftir leiðbeiningum, sigtið og kælið.
  2. Skerið maískornin af maískólfunum.
  3. Steikið maísinn uppúr smjöri þar til hann brúnast aðeins og kryddið með salti, pipar og cayenne pipar.
  4. Smátt skerið tómata og avókadó.
  5. Stappið fetakubbinn gróflega.
  6. Hrærið saman í sósuna.
  7. Blandið saman fusillini, salati, maís, tómötum, kjúklingi, fetaosti, avókadó og sósu í stóra skál.
  8. Toppið með fetaosti og ferskum kóríander eða steinselju og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EXTRA STÖKKT TACO MEÐ KJÚKLINGABAUNUM

Skrifa Innlegg