fbpx

MYNDBAND: LÍFRÆNT RÆKTAÐ GRANÓLA MEÐ KÓKOS OG MÖNDLUSMJÖRI

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Heimagert granóla er svo gott og hér gerði ég uppskrift af slíku í samstarfi við Innnes. Þetta granóla inniheldur hafra, möndlur, pekanhnetur, kókosflögur ásamt möndlusmjöri með kókos og döðlum, kókosolíu og hlynsírópi. Ég notaði Rapunzel vörurnar í uppskriftina en þær eru mjög vandaðar og allar lífrænt ræktaðar. Þær fást m.a. í Nettó og Fjarðarkaupum. Möndlusmjörið frá þeim með kókos og döðlum er í algjöru uppáhaldi hjá mér og það er mjög gott að dreifa smá yfir gríska jógúrtið eða setja í boost. Mæli með!

5 dl grófir hafrar frá Rapunzel
2 dl möndlur frá Rapunzel
2 dl pekanhnetur
1 dl kókoflögur frá Rapunzel
3 msk möndlusmjör með kókos og döðlum frá Rapunzel
2 msk kókosolía frá Rapunzel
3 msk hlynsíróp frá Rapunzel

Aðferð

  1. Skerið pekanhnetur og möndlur gróft. 
  2. Blandið saman við tröllahafrana.
  3. Bræðið kókosolíu, möndlusmjör og hlynsíróp í potti.
  4. Hellið blöndunni út í haframjölið og blandið vel saman með sleif/skeið.
  5. Dreifið blöndunni á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í 20-25 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni og passið að hún brenni ekki.
  6. Blandið kókosflögunum saman við í lokin. Geymið í lokuðu íláti.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU ! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

NÝJAR & LJÚFFENGAR PRÓTEIN PÖNNUKÖKUR

Skrifa Innlegg