fbpx

MYNDBAND: EINFALT & GOTT HRÖKKBRAUÐ

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskriftamyndband sem ég gerði í samstarfi við Innnes af einföldu og lífrænu hrökkbrauði sem allir geta gert heima. Mjög gott sem millimál með hummus og grænmeti. Ég elska að eiga þetta til í krukku heima. Mæli með!

1,5 dl Rapunzel sesamfræ
1,5 dl Rapunzel graskersfræ
1 dl Rapunzel sólblómafræ
1 dl Rapunzel gróft haframjöl
3,5 dl gróft spelt
1 ¼ dl Filippo Berio ólífuolía
2 dl vatn
Saltflögur eftir smekk

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnunum saman nema saltinu.
  2. Dreifið blöndunni á bökunarpappír og fletjið þunnt út með því að leggja aðra örk af bökunarpappír yfir og rúlla varlega yfir með kökukefli.
  3. Skerið í sneiðar og stráið saltflögunum yfir.
  4. Bakið við 200°C í 15-20 mínútur.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENG OSTAKAKA MEÐ JARÐABERJUM

Skrifa Innlegg