fbpx

LJÚFFENG OSTAKAKA MEÐ JARÐABERJUM

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUppskriftirVEISLUR

Afar bragðgóð og einföld ostakaka með jarðaberjum sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Þessi ostakaka er fersk og á vel við sem eftirréttur eftir góða máltíð. Ég nota jarðaber frá Driscoll’s í uppskrifina en þau eru einstaklega bragðgóð og falleg. Hvítt súkkulaði gerir svo ostakökufyllinguna einstaklega ljúffenga. Það er algjör snilld að útbúa ostakökuna daginn áður, geyma í frysti og dreifa jarðaberjunum yfir áður en þið berið hana fram. Ég mæli mikið með!

1 pkn Lu Digestive kex
120 g smjör
2 pkn Philadelphia rjómaostur
3,5 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
100g hvítt súkkulaði
2 msk flórsykur
300-400 g jarðaber frá Driscoll’s
2 msk jarðaberjasulta

Aðferð

  1. Byrjið á því að mylja kexið í matvinnsluvél og bræðið smjör við vægan hita. Blandið smjörinu saman við kexið.
  2. Setjið bökunarpappír í hringlaga 21 cm kökuform. Ég smyr botninn og hliðarnar á forminu með smá smjöri til að festa pappírinn betur. Klippi hring fyrir botninn og renning fyrir hliðarnar úr pappírnum og legg hann í formið.
  3. Dreifið kexblöndunni í kökuformið og þjappið með skeið eða höndunum. Geymið í frystinum á meðan þið útbúið fyllinguna.
  4. Þeytið rjóma og takið til hliðar.
  5. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og passið að það verði ekki of heitt. Blandið súkkulaðinu saman við rjómaostinn, flórsykurinn og vanilludropana.
  6. Blandið rjómaostablöndunni vel saman við rjómann með sleif og dreifið yfir kexbotninn. Frystið í klst eða meira.
  7. Skerið jarðaber í fjóra bita og hrærið saman við jarðaberjasultu. Látið standi í 10 mínútur og toppið kökuna með berjunum. Njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

STJÖRNUMERKJAPLATTAR FRÁ BY MULTI

Skrifa Innlegg