Þessar muffins eru dásamlega góðar, bæði nýbakaðar og daginn eftir. Suðusúkkulaði, mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði gerir þessar muffins svo góðar. Mér finnst frábært að baka svona með börnunum mínum. Einfalt, gott og fljótlegt. Passar síðan sérlega vel með sunnudagskaffinu.
Uppskrift gerir 12 muffins
6 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
100 g suðusúkkulaði
100 g mjólkursúkkulaði
100 g hvítt súkkulaði
110 g smjör
2 egg
2,5 dl sykur
2 tsk vanilludropar
1 dl mjólk
Aðferð
- Skerið allt súkkulaðið í litla bita.
- Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og súkkulaðina saman með skeið.
- Bræðið smjör og blandið saman við egg, sykur, vanilludropa og mjólk. Ég notaði hrærivélina.
- Hellið hveitiblöndunni út í og hrærið varlega saman.
- Dreifið deiginu í 12 muffinsform og bakið í 15-20 mín við 190°C.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið!
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HELGARINNAR Í BOTN!♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg