fbpx

KJÚKLINGUR Í GRÆNU KARRÝ

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í. Þennan gerði ég í samstarfi við Innnes. Kjúklingur, grænmeti, grænt karrý og kókosmjólk frá Blue dragon sett saman í pott eða á pönnu og borið fram með hrísgrjónum. Bragðgóður og hollur réttur sem passar sérlega vel með góðu rauðvíni. Ég setti vorlauk, sykurbaunir, brokkólí og baby corn en ég mæli með að nota það grænmeti sem ykkur langar í. Stundum er líka þægilegt að kaupa frosið wok grænmeti.

500-600 g úrbeinuð kjúklingalæri
Salt og pipar
Ólífuolía til steikingar
3-4 msk grænt karrý frá Blue dragon
1 msk rifinn engifer
2 hvítlauksrif, rifin eða kramin
6 vorlaukar, smátt skornir
3 dl sykurbaunir
4-5 dl brokkólí
12-14 stk baby corn (lítill maís)
1 dós kókosmjólk frá Blue dragon

Toppa með:
Vorlauk
Kóríander
Chili
Radísuspírum (eða öðrum spírum)

Bera fram með:
Hrísgrjónum frá Tilda Basmati

Aðferð

  1. Byrjið á því að skera kjúklinginn í bita og steikja í potti eða á pönnu upp úr ólífuolíu. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
  2. Skerið vorlauk smátt. Skerið sykurbaunir, brokkólí og baby corn í minni bita.
  3. Steikjið vorlauk, engifer og hvítlauk upp úr ólífuolíu.
  4. Blandið grænu karrý saman við.
  5. Bætið grænmetinu saman við og hrærið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk.
  6. Blandið kókosmjólkinni saman við og leyfið að malla í 5-10 mínútur.
  7. Toppið með vorlauk, radísuspírum, chili sneiðum og kóríander.
  8. Berið fram með hrísgrjónum og njótið.

Ég elska þennan fallega Staub pott frá Laboutique design sem ég fékk í gjöf frá þeim. Fæst hér.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

ÓMÓTSTÆÐILEGAR AVÓKADÓ VORRÚLLUR

Skrifa Innlegg