fbpx

LJÚFFENGT PENNE PASTA MEÐ SALAMI, TÓMÖTUM & BURRATA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hvað er betra en djúsí og ljúffengt pasta á svona dögum? Penne pasta með rjómaosti, hvítlauk, chili, ítölsku salami, ferskum tómötum, ferskri basilíku og burrata osti sem ég útbjó í samstarfið við Innnes. Tekur enga stund að skella í þennan rétt. Sjóða pasta og græja sósuna á meðan. Blandar öllu saman og voila! Mæli með að bera fram með léttu og ljúffengu rauðvíni og nýbökuðu hvítlauksbrauði.

Fyrir 3-4
300 g De Cecco penne pasta
2 msk ólífuolía
3 hvítlauksrif, kramin eða rifin
1 chili
Salt og pipar
300 g kokteiltómatar eða aðrir litlir tómatar
150 g ítalskt salami
2 msk fersk basilíka
3 msk philadelphia rjómaostur
½ dl parmigiano reggiano
½ – 1 dl pastavatn

Toppa með:
1 burrata ostur
Fersk basilíka
Parmigiano Reggiano

Aðferð

  1. Byrjið á því að skera tómatana í tvennt. Smátt skerið chili og salami og pressið hvítlaukinn.
  2. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu og á meðan útbúið þið sósuna.
  3. Steikið chili og hvítlauk upp úr ólífuolía á vægum hita.
  4. Bætið salami saman við.
  5. Hellið tómötunum útí og látið þá malla aðeins þar til þeir verða mjúkir.
  6. Bætið basilíkunni og rjómaosti útí og hrærið saman. 
  7. Hellið pastavatni útí til að þynna sósuna og saltið og piprið eftir smekk. 
  8. Að lokum toppið með burrata osti, ferskri basilíku, meiri parmigiano eftir smekk og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: JACK & ROSE

Skrifa Innlegg