fbpx

HELGARKOKTEILLINN: JACK & ROSE

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Dásamlega ljúffengur og ferskur helgarkokteill. Það þarf alls ekki að vera flókið til að vera gott en hann inniheldur aðeins þrjú hráefni. Cointreau, greipsafa, rose lemonade ásamt fullt af klökum. Ég smakkaði þennan kokteil í vínsmökkun fyrir nokkru síðan og ég varð að leika hann eftir. Þið verðið að prófa að skella í þennan um helgina ef að þið eruð í stuði.

Fyrir einn
4 cl Cointreau
3 cl safi úr fersku greip
1,5 dl rose lemonade
Klakar
Greipsneið

Aðferð

  1. Kreistið safa úr fersku greipi og skerið sneið.
  2. Heillið Cointreau, greipsafa og lemonade í glas. Hrærið varlega saman.
  3. Fyllið glasið með klökum, skreytið með sneið af greipi og njótið.

 SKÁL & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MÚMÍUKÖKUR MEÐ OREO MILKA

Skrifa Innlegg