Hæ elsku lesendur! Það er orðið frekar langt síðan að ég gerði færslu á persónulegu nótunum en síðustu mánuðir hafa verið mjög fljótir að líða og vorið fer vonandi að láta sjá sig. Ég elska þegar dagarnir fara að lengjast og það birtir til!
Mig langar að byrja á að þakka fyrir síðastliðið ár hér á Trendnet. Ár síðan að ég byrjaði að blogga hér! Heilt ár, ótrúlegt hvað tíminn flýgur! Dásamlegt að skrifa hér og deila með ykkur uppskriftum og ég hlakka til að halda því áfram.
Annars byrjaði árið rólega hjá mér. Lífið er stundum bara alls ekki dans á rósum og þurfti ég að taka því mjög rólega vegna verkja og veikinda í byrjun árs. En sem betur fer er ég orðin miklu betri! :) Hér koma síðustu mánuðir í myndum.
Ég varð 33 ára 2. febrúar og átti yndislegan dag sem byrjað á nuddi og spa á Natura spa. Late löns á Fjallkonunni með Bjössa mínum og svo kom fjölskyldan í pizza party um kvöldið. Rólegur og fullkominn dagur.
Elska svona fjölskyldustundir. Bröns á Cooco’s nest (mæli með Egg Flórentine) og Tjörnin að gefa öndunum brauð. Það finnst Eddunni minn ekki leiðinlegt (þótt að það hafi verið brjálað rok).
Kaffihúsa heimsóknir.
Bústaðurinn hjá tengdó. Alltaf ljúft! Fórum síðan að skoða Gullfoss og Geysir sem er alltaf fallegt og knúsuðum nýju og dásamlegu frænku okkar.
Blómakaup
Mæli með að kíkja í Blóm og Fiðrildi! Geggjað úrval af þurrkuðum blómum og stráum.
Heimsóttum Borgarnes. Göngutúr, spa, dinner og sváfum út. Ofur ljúft!
Heima
Vinnustundir
Take away meðmæli mín að þessu sinni fá þessir staðir: The Gastro Truck, Osushi og Brikk. Allt svo gott!
Verð líka að mæla með páskamolunum frá Lakrids by Johan Bülow sem ég fékk í gjöf frá Epal. Sjúklega gott! Fást hér.
Margar uppskriftir urðu til. Þetta tvennt passar dásamlega með kaffibollanum: Smákökur með Cadbury mini eggjum og Granóla bitar með möndlusmjöri
Hlakka til að vorsins með ykkur á Trendnet. Fullt af girnilegum uppskriftum og fleira skemmtilegt á leiðinni.
Njótið dagsins! :)
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg