fbpx

LÍFIÐ Í SAMKOMUBANNI

PERSÓNULEGT

Lífið síðustu daga og mánuði hefur verið skrítið eins og hjá flestum öðrum. Samkomubann og mikil heimavera hafa einkennt þessa daga og ég hef bara tekið einn dag í einu. Okkur fjölskyldunni hefur þó liðið vel, enginn hefur veikst eða misst vinnuna. Þetta ástand hefur ekki haft nein afgerandi áhrif á okkar daglega líf. Ég er sjálfstætt starfandi, Björn hefur verið að vinna heima á tveggja vikna fresti, Edda er hjá dagmömmunni og Unnar í skólanum. Eins og svo margir tókum við þá ákvörðun að hitta mjög fáa á meðan samkomubannið stendur yfir og höfum við eingöngu hitt okkar nánustu fjölskyldu (samt ekki alla). Því erum mjög spennt að hitta hina í fjölskyldunni og vini okkar sem við söknum mjög mikið!

Þessi bloggfærsla er sú fyrsta um mitt daglega líf. Mér finnst spennandi deila því með ykkur sem ég er að fást við dags daglega. Ég er jafnvel að hugsa um hafa þetta fastan lið hér á Trendnet og ég vona að þið hafið gaman af. Ég læt nokkrar myndir úr símanum að fylgja með.

Svalirnar hafa verið í mikilli notkun síðustu daga, ég elska þessa sól!

Mikil heimavera síðustu mánuði

Eldhúsið hefur verið í mikilli notkun (eins og alltaf :))

Yndislegir og rólegir páskar

Prófuðum að fá heimsent frá Indican og Kore, mæli mikið með þeim báðum!

Vinnustundir og kaffistundir

Við höfum farið í marga göngutúra, bæði í náttúrunni og í fallegu borginni okkar

Svo að lokum þá langar mig að deila því með ykkur að ég er að vinna í frábæru verkefni sem heitir knús í kassa með Pennanum Eymundsson. 

Það gengur út á að börn teikni fallegar myndir sem eru svo sendar á hjúkrunarheimili landsins með það að leiðarljósi að gleðja eldri kynslóðirnar sem hafa ekki hitt sitt nánasta fólk í langan tíma. Við tókum að sjálfsögðu þátt og börnin teiknuðu fallegar myndir sem við förum með í þar til gerða knúskassa sem eru staðsettir í verslunum Pennans Eymundssonar. Verkefnið stendur til og með 10.maí. Vonandi taka sem flestir þátt. #knusikassa

Vonandi eru þið líka búin að hafa það gott í allri heimaverunni! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

PÖNNUKÖKUR TOPPAÐAR MEÐ GRÍSKRI JÓGÚRT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Hildur Rut

      4. May 2020

      Oo takk elsku ❤️