fbpx

KJÚKLINGALÆRI MEÐ SÍTRÓNU & KRAMDAR KARTÖFLUR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskrift að gómsætum ofnbökuðum kjúklingalærum með ferskum kryddjurtum, hvítlauk, sítrónu og chili. Kjúklingurinn er borinn fram með krömdum kartöflum, kaldri parmesan sósu og fersku salati. Ó svo ferskt og gott sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Þennan rétt hef ég oft og mörgum sinnum gert og hann klikkar aldrei. Mæli með að þið prófið ykkur áfram með kryddjurtirnar, þær mega vera færri en uppskriftin segir til um. 

Kjúklingur
Úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
2 msk ólífuolía
Safi úr ½ sítrónu
3-4 hvítlauksrif, pressuð
1 msk ferskt oregano, smátt saxað
2 msk fersk steinselja, smátt söxuð
2 msk fersk basilika, smátt söxuð
Salt og pipar
1 chili, skorið í sneiðar
Sítrónusneiðar eftir smekk

Kartöflur
12-14 litlar kartöflur
2-3 msk smjör
2-3 msk ólífuolía
Krydd: Salt, pipar, laukduft og hvítlauksduft
1 dl rifinn Parmigiano reggiano
Fersk steinselja

Köld parmesan sósa
2 dl sýrður rjómi
2 msk Heinz majónes
Safi úr ½ sítrónu
Krydd: Salt, pipar, laukduft og hvítlauksduft
1 dl rifinn Parmigiano reggiano

 

Aðferð

  1. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og blandið saman við ólífuolíu, sítrónusafa, pressuð hvítlauksrif, oregano, steinselju, basiliku, salt og pipar. 
  2. Dreifið chili sneiðum yfir og bakið í ofni við 190°C í 25 mínútur. 
  3. Takið kjúklinginn úr ofninum og drefið sítrónusneiðum yfir. Haldið áfram að baka kjúklinginn í ofninum í 10-15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fullbakaður.

Kartöflur

  1. Sjóðið kartöflur í 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar.
  2. Dreifið þeim á bökunarplötu þakta bökunapappír og hafið smá bil á milli þeirra.
  3. Kremjið þær létt með kartöflustappara, morteli eða gaffli. 
  4. Penslið þær með ólífuolíu, smjöri og kryddið með salti, pipar, laukdufti og hvítlauksdufti
  5. Bakið í ofni í 10-13 mínútur og dreifið rifnum parmesan osti og ferskri steinselju yfir.

Sósa

  1. Blandið öllum hráefnunum vel saman með skeið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TACOSKÁLAR Á 15 MÍNÚTUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1