Dásamlega ljúffengar indverskar pizzur sem ég gerði í samstarfi við Hatting. Þessir pizzabotnar eru mjög sniðugir og virkilega góðir. Þægilegt að eiga þá til í frystinum og grípa í þegar það hentar. Þessi uppskrift hefur lengi verið í uppáhaldi og verður oft fyrir valinu á föstudagskvöldum þegar okkur langar í eitthvað mjög gott og fljótlegt. Ég bara elska uppskriftir sem eru svona einfaldar og fljótlegar! Innblásturinn að þessari uppskrift kemur frá vinsælu pizzunum á Austurlandahraðlestinni.
Uppskrift fyrir 3-4 (mæli með 1½-2 pizzum á mann)
6 litlir pizzabotnar frá Hatting
3-4 kjúklingabringur
Salt og pipar
3-5 msk tikka masala paste (einnig gott að nota annað indverskt paste t.d. tandoori)
½ dós hrein jógúrt
1 tsk chili sambal (má sleppa)
Rjómaostur
Rifinn mozzarella ostur
Klettasalat
Ferskur kóríander
Raita sósa
1 dós hrein jógúrt
1/2 agúrka, smátt skorin
Garam masala krydd
Salt
Aðferð
- Skerið kjúklinginn í litla bita. Blandið 3 msk tikka masala paste saman við og látið standa í smá stund (ekki nauðsynlegt en gott að láta standa í 30-60 mín).
- Steikið þá upp úr olíu og kryddið með salti og pipar.
- Bætið við ca. 2 msk tikka masala paste, jógúrti og smá chili sambal ef þið viljið láta þetta rífa í bragðlaukana. Hærið saman við kjúklingin.
- Smyrjið pizzubotnanna með rjómaosti og dreifið rifna ostinum yfir.
- Setjið kjúklinginn ofan á og bakið í ofni við 200°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
- Dreifið að lokum klettasalati, ferskum kóríander og raita sósunni yfir.
Raita sósa
- Hrærið saman jógúrti, agúrku, garam masala og salti.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg