fbpx

INDVERSKAR MINI PIZZUR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Dásamlega ljúffengar indverskar pizzur sem ég gerði í samstarfi við Hatting. Þessir pizzabotnar eru mjög sniðugir og virkilega góðir. Þægilegt að eiga þá til í frystinum og grípa í þegar það hentar. Þessi uppskrift hefur lengi verið í uppáhaldi og verður oft fyrir valinu á föstudagskvöldum þegar okkur langar í eitthvað mjög gott og fljótlegt. Ég bara elska uppskriftir sem eru svona einfaldar og fljótlegar! Innblásturinn að þessari uppskrift kemur frá vinsælu pizzunum á Austurlandahraðlestinni.

Uppskrift fyrir 3-4 (mæli með 1½-2 pizzum á mann)
6 litlir pizzabotnar frá Hatting
3-4 kjúklingabringur
Salt og pipar
3-5 msk tikka masala paste (einnig gott að nota annað indverskt paste t.d. tandoori)
½ dós hrein jógúrt
1 tsk chili sambal (má sleppa)
Rjómaostur
Rifinn mozzarella ostur
Klettasalat
Ferskur kóríander

Raita sósa
1 dós hrein jógúrt
1/2 agúrka, smátt skorin
Garam masala krydd
Salt

Aðferð

  1. Skerið kjúklinginn í litla bita. Blandið 3 msk tikka masala paste saman við og látið standa í smá stund (ekki nauðsynlegt en gott að láta standa í 30-60 mín).
  2. Steikið þá upp úr olíu og kryddið með salti og pipar.
  3. Bætið við ca. 2 msk tikka masala paste, jógúrti og smá chili sambal ef þið viljið láta þetta rífa í bragðlaukana. Hærið saman við kjúklingin. 
  4. Smyrjið pizzubotnanna með rjómaosti og dreifið rifna ostinum yfir. 
  5. Setjið kjúklinginn ofan á og bakið í ofni við 200°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
  6. Dreifið að lokum klettasalati, ferskum kóríander og raita sósunni yfir.

Raita sósa

  1. Hrærið saman jógúrti, agúrku, garam masala og salti.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GRÆNMETIS TOSTADAS

Skrifa Innlegg