fbpx

HOLLARI NAMMIBITAR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUppskriftir

Ég elska að eiga þessa dásamlega góðu nammibita í frystinum! Passa sérlega vel með kaffinu. Þeir innihalda döðlur, banana, möndlur, pekanhnetur, kókosflögur, hnetusmjör og súkkulaði. Það er svo geggjað að eiga til eitthvað sætt sem er í hollari kantinum.

10 stk döðlur, lagðar í bleyti í 30-40 mínútur
1 lítill banani
100 g möndlur
100 g pekan hnetur
1/2 dl ristaðar kókosflögur
½ krukka hnetusmjör (170 g)
1 msk kókosolía
100 g 70% súkkulaði

Aðferð

  1. Blandið saman döðlum, banana, möndlum, pekanhnetum og kókosflögum í matvinnsluvél.
  2. Smyrjið blöndunni á bökunarpappír og myndið ca. 22×20 ferhyrning. Gott að nota eldfast form. 
  3. Hitið hnetusmjörið og kókosolíuna í potti og hrærið þar til blandan er orðin mjúk.
  4. Dreifið hnetusmjörinu ofan á og frystið í 30-60 mín.
  5. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir. Frystið í klst eða meira. Mér finnst best að hafa þetta vel frosið. 
  6. Í lokin skerið í litla bita og geymið í frystinum.

Og munið að mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

BYGG MEÐ GRÆNMETI, AVÓKADÓ OG SRIRACHA SÓSU

Skrifa Innlegg