fbpx

GRILLAÐAR KJÚKLINGALUNDIR & KARTÖFLUSALAT

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Kjúklingalundir í dásamlegum kryddlegi bornar fram með ofur góðu kartöflusalati sem ég gerði í samstarfi við ÍSAM. Þetta er ekta sumargrill réttur sem er þægilegur að bera fram á sumardögum því hægt er að útbúa salatið og kryddlöginn kvöldinu áður og fá þannig meiri tíma til að njóta. Ég notaði Maille sinnepið góða í bæði kryddlögin og kartöflusalatið en hef einmitt mikið notað þetta sinnep í gegnum tíðina. Hugmyndina að kjúklingnum fékk ég frá foreldrum mínum sem útbúa oft svipaðan rétt en mér finnst estragonið og sinnepið gera kjúklinginn svo góðan. Kartöflusalatið er líka klassískt, gott og passar sérlega vel með kjúklingnum.

500-600 g kjúklingalundir
1 msk Maille sinnep
1 msk ólífuolía
Safi úr ½ sítrónu
1 ½ estragon
1-2 hvítlauksrif, pressuð eða rifin
½ tsk salt
¼ tsk pipar

Kartöflusalat
600 g Kartöflur
1 dl majónes
½ dl sýrður rjómi
Safi úr ca ½ sítrónu
2 msk Maille dijon sinnep
3 msk blaðlaukur, smátt skorinn
½ dl fersk steinselja
½ dl ferskur kóríander
½ tsk laukduft
½ tsk hvítlauksduft
Salt & pipar eftir smekk

Aðferð

  1. Blandið saman sinnepi, ólífuolíu, sítrónusafa, estragoni, hvítlauksrifjum, salti og pipar í stóra skál.
  2. Snyrtið kjúklinginn og blandið honum vel saman við kryddlögin. Leyfið honum að standa í a.m.k. klukkustund. 
  3. Sjóðið kartöflur. Skrælið þær og skerið í bita. Ég keypti forsoðnar kartöflur sem er líka sniðugt.
  4. Blandið saman majónesi, sýrðum rjóma, sítrónusafa, sinnepi, blaðlauk, steinselju, kóríander og kryddi í stóra skál. 
  5. Hellið kartöflunum útí og hrærið varlega saman.
  6. Grillið kjúklinginn. Berið fram með kartöflusalatinu og njótið. Einnig gott að bera þetta fram með fersku salati eða öðru grænmeti sem ykkur finnst gott.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VERSLUNARMANNAHELGARINNAR!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SVALANDI ESPRESSO TÓNIK

Skrifa Innlegg