fbpx

SVALANDI ESPRESSO TÓNIK

DRYKKIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hafið þið prófað kaffi með tónik og lime? Þetta er svo ljúffeng og einföld blanda sem kemur mikið á óvart. Ég útbjó eina slíka uppskrift í samstarfi við Sjöstrand sem ég mæli með að þið prófið. Sumarlegur og afar frískandi drykkur. Það er spáð góðu veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og þá er tilvalið að skella í einn svona drykk.

Uppskrift gerir einn drykk
1-2 espresso skot Sjöstrand nr.1
1 ½ dl tónik vatn
4-6 klakar
1 limebátur

Aðferð

  1. Setjið klaka í glas og hellið tóniki ofan í.
  2. Útbúið 1-2 skot af espresso og hellið út í tónik vatnið.
  3. Kreystið safa úr limebáti. Skreytið með lime sneið og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DJÚSÍ & EINFÖLD BBQ PIZZA

Skrifa Innlegg