fbpx

DJÚSÍ & EINFÖLD BBQ PIZZA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Föstudagspizzan er mætt og hún er svo djúsí. Ég útbjó hana í samstarfi við Innnes síðasta föstudagskvöld og vá hvað hún er góð! Pizza með kjúklingi í BBQ sósu, rjómaosti, rifnum osti, nachosi, rauðlauk og toppuð með avókadó, tómötum og kóríander. Þetta er stórkostleg blanda sem svíkur engan. Ég notaði tilbúnu pizzabotnana frá Mission sem eru bæði mjög bragðgóðir og afar þægilegir og með þeim er svo auðvelt að smella í þessa pizzu. Þeir fást t.d. í Krónunni og Fjarðarkaupum. Best finnst mér svo að kaupa tilbúinn heilan kjúkling og rífa hann niður. Get svo notað hann í allskonar rétti.

Uppskrift að einni pizzu
1 Mission pizza base (fæst t.d. í Krónunni og Fjarðarkaup)
2-3 dl rifinn kjúklingur
1 dl Sweet BBQ sósa frá Heinz
2 msk hreinn Philadelphia rjómaostur
½ dl rifinn cheddar ostur
½ dl rifinn mozzarella ostur
Rauðlaukur eftir smekk, skorinn í strimla
Mission tortilla flögur eftir smekk
½ avókadó
5 kokteiltómatar
Ferskur kóríander eftir smekk

Aðferð

  1. Byrjið á því að blanda kjúklingnum saman við BBQ sósuna í skál og setjið til hliðar.
  2. Smyrjið pizzu botnanna með rjómaosti og dreifið kjúklingum jafnt yfir.
  3. Stráið yfir rifnum cheddar- og mozzarella osti, dreifið rauðlauknum og brjótið tortilla flögur yfir allt.
  4. Bakið í ofni við 200°C í 12-15 mínútur.
  5. Toppið pizzuna með smátt skornu avókadó, kokteiltómötum og ferskum kóríander.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: ROKU ROSÉ

Skrifa Innlegg