fbpx

HELGARKOKTEILLINN: ROKU ROSÉ

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Sumarlegur og bragðgóður kokteill með gini, prosecco rosé, ylliblómasírópi (e. elderflower syrup), engifer og lime. Mér finnst afskaplega gott að setja prosecco í kokteila og hvað þá rosé – en það gerir kokteilinn einstaklega ljúffengan. Engifer og ylliblómasíróp passa líka mjög vel í drykkinn og setja punktinn yfir i-ið. Ég er viss um að það er líka gott að setja venjulegt sykursíróp ef að þið eigið ekki ylliblómasíróp. Mæli mikið með að skála í þessum um helgina ;)

1 kokteill
3 cl Roku gin
2 cl ylliblóma/elderflower síróp (fæst t.d. í Fakó)
2 cl safi úr lime
½ tsk ferskur engifer, rifinn
2 dl Lamberti Prosecco Rosé
5-6 klakar

Aðferð

  1. Hristið saman gin, ylliblómasírópi, safa úr lime og rifnið engiferi.
  2. Hellið í gegnum sigti í fallegt glas og fyllið upp í það með Prosecco Rosé.
  3. Skreytið með lime og njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HELGARINNAR!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GRILLAÐAR NEKTARÍNUR MEÐ HAFRAMULNINGI

Skrifa Innlegg