fbpx

FYLLTAR SÆTAR KARTÖFLUR MEÐ INDVERSKU ÍVAFI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Sætar kartöflur eru ljúffengar og passa vel með indverskum kryddum. Hér eru þær fylltar með brokkólí og blómkáli í tikka masala kryddblöndu og bakaðar í ofni með fetaosti. Toppaðar með raita sósu og kóríander. Það er líka gott að bæta kjúklingi við í fyllinguna. Mér finnst síðan ómissandi að hafa naan brauð með og hér kemur einnig uppskrift af ofureinföldu naan brauði úr tortillum.

Fyrir 1
1 sæt kartafla
Lítill blómkálshaus (eða ½ – ¼ stór blómkálshaus)
Lítill brokkólíhaus (eða ½ -¼ stór brokkólíhaus)
2-3 msk tikka masala paste
1 dl ólífuolía eða önnur góð olía
Salt og pipar
2-3 msk stappaður fetaostur
Ferskur kóríander, skorinn smátt (má sleppa)

Raita sósa
1 dós hrein jógúrt (170g)
4-5 msk smátt skorin gúrka
1/4 tsk garam masala
1/4 tsk salt

Ofureinfalt naan brauð
1 tortilla
Smjör
1 hvítlauksrif, pressað
Salt
Ferskt kóríander

Aðferð

  1. Skerið sætu kartöfluna til helminga, penslið opnu hliðina með ólífuolíu og dreifið smá salti yfir. Leggið hana á bökunarplötu þakta bökunarpappír og snúið opnu hliðinni niður. Bakið í ca. 30 mínútur við 190°C.
  2. Á meðan kartaflan bakast þá undirbúið þið fyllinguna. Skerið blómkál og brokkólí smátt. Blandið saman tikka masala paste og olíu og blandið saman við blómkáls- og brokkólíblönduna. Steikið blönduna á pönnu í ca. 10 mínútur.
  3. Þegar sæta kartaflan er fullbökuð þá takið þið innan úr henni með skeið en passið að skilja smá lag eftir í henni. Blandið innihaldinu saman við blómkáls- og brokkólíblönduna. Saltið og piprið fyllinguna eftir smekk. Fyllið kartöfluna með henni og dreifið fetaosti yfir.
  4. Bakið í 8-10 mínútur við 190°C. Dreifið að lokum raita sósunni og kóríander yfir fylltu kartöfluna.

Ofureinfalt naan brauð

  1. Smyrjið tortilluna með smjöri og dreifið hvítlauksrifi vel yfir. Saltið og piprið og dreifið ferskum kóríander yfir allt.Bakið í ofni í ca. 10 mínútur við 190°C.

NJÓTIÐ DAGSINS & VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LITLAR TOBLERONE PAVLOVUR

Skrifa Innlegg