fbpx

FYLLTAR BAKAÐAR KARTÖFLUR

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskrift að fylltum kartöflum sem eru fullkomnar sem meðlæti með grillmatnum. Ég útbjó uppskriftina í samstarfi við Innnes. Bakaðar kartöflur fylltar með Philadelphia rjómaosti með graslauk, beikoni, cheddar osti og ferskum graslauk. Algjört nammi og er einnig gott eitt og sér.

6 stórar bökunarkartöflur
1 Philadelphia með graslauk
12-15 beikon sneiðar
2 dl rifinn cheddar ostur
⅔ dl graslaukur
Salt og pipar
Chili flögur (má sleppa)
Sýrður rjómi

Aðferð

  1. Byrjið á því að baka kartöflur í klukkutíma við 190°C eða þar til þær verða fullbakaðar og mjúkar að innan. Leyfið þeim að kólna aðeins.
  2. Bakið beikonið við 200°C í 10-12 mínútur eða þar til það verður vel stökkt. Skerið það smátt.
  3. Skerið kartöflurnar í tvennt, takið innan úr þeim með skeið (skiljið samt smá eftir inn í kartöflunum) og setjið í skál.
  4. Bætið út í rjómaostinum, beikoninu, 1½ dl cheddar osti, ½ dl graslauk, salti og pipar og hrærið vel saman.
  5. Fyllið kartöflurnar jafnt og þétt með fyllingunni og stráið restinni af cheddar ostinum yfir þær.
  6. Bakið við 190°C í 8-10  mínútur eða skellið þeim á grillið.
  7. Toppið með sýrðum rjóma, restinni af graslauknum, beikoni og chili flögum eftir smekk. Njótið vel.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GRILLAÐ FISKITACOS MEÐ ANANAS SALSA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. GF

    4. September 2021

    Þessar eru æði 👌

    • Hildur Rut

      8. September 2021

      Gaman að lesa :) Takk fyrir það <3