Hér er á ferðinni afar gómsætur grænmetisréttur sem er auðvelt að útbúa. Uppskriftin er gerð í samstarfi við Danól. Ofnbakað butternut squash (grasker) fyllt með kjúklingabaunum frá Oddpods, kínóa frá Quinola, lauk, hvítlauk, sveppum, salvíu, fetaosti og pistasíum. Oddpods og Quinola eru frábærar vörur þegar maður vill eitthvað mjög fljótlegt því þetta er bæði foreldað og tilbúið til neyslu. Ég nota þetta mikið hversdagslega. Svo er þetta bráðhollt og mjög gott. Graskerið er einnig dásamlega gott og núna er akkúrat tíminn til að elda það. Það er sætt á bragðið og minnir eilítið á sæta kartöflu. Einnig er það mjög næringarríkt og inniheldur mikið af góðum trefjum og A-vítamíni.
Uppskrift fyrir 4
2 butternut squash (grasker)
Ólífuolía eftir smekk
Salt & pipar eftir smekk
½ tsk þurrkuð salvía
1 lítill laukur, smátt
6 meðalstórir sveppir
2 hvítlauksrif, pressuð eða rifin
1 pakkning kjúklingabaunir frá Oddpods
1 tsk þurrkuð salvía eða fersk
Salt og pipar eftir smekk
2 dl Quinola Golden Vegetables (kínóa)
Stappaður fetaostur eftir smekk
2 msk pistasíukjarnar, smátt saxaðir
Bera fram með:
Klettasalat
Ólífuolía
Stappaður fetaostur
Aðferð
- Skerið graskerin í tvennt og hreinsið úr þeim fræin. Skerið raufar í þau og dreifið ólífuolíu, salvíu, salt og pipar.
- Bakið graskerin inn í ofni í 40 mínútur við 200°C á blæstri.
- Skerið lauk og sveppi smátt og steikið upp úr ólífuolíu ásamt hvítlauki.
- Bætið við kjúklingabaunum, salvíu, salti og pipar. Blandið öllu vel saman.
- Skafið aðeins meira úr graskerinu til að útbúa pláss fyrir fyllinguna.
- Fyllið hvern og einn graskershelming með ½ dl kínóa, kjúklingabauna blöndunni, stöppuðum fetaosti eftir smekk og smátt söxuðum pistasíukjörnum.
- Bakið inn í ofni í 8-10 mínútur við 200°C.
- Toppið svo með klettasalati, góðri ólífuolíu og stöppuðum fetaosti. Einni gott að bera fram með spicy mayo eða annarri sósu. Njótið :)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg