fbpx

HELGARKOKTEILLINN: BLÁBERJA & RÓSMARÍN MOSCOW MULE

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Helgarkokteillinn að þessu sinni er moscow mule með bláberja og rósmarín twisti sem gerir kokteilinn einstaklega ljúfan. Moscow mule hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Birni, manninum mínum og þessi útgáfa sló alveg í gegn hjá honum og ég er honum sammála. Drykkurinn inniheldur vodka, bláber, engiferbjór, rósmarín og kanil. Frískandi og ljúfur drykkur sem er tilvalið að njóta um helgina.

Fyrir einn
4 cl vodka
2 cl bláberja mickey finns
½ dl fersk bláber
2 dl engiferbjór
Klakar
1 rósmarín stöngull
1 kanilstöng

Aðferð

  1. Hellið vodka, mickey finns og bláberjum í glas. Merjið þetta vel saman með kokteilamerjara.
  2. Hellið engiferbjór saman við og fyllið glasið með klökum.
  3. Setjið rósmarín stöngul og kanilstöng ofan í og njótið.

SKÁL & GÓÐA HELGI! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EINFALT FISKITACOS

Skrifa Innlegg