Hér kemur uppskrift að french toast með ferskum berjum, hlynsírópi og rjómaostablöndu. Geggjuð blanda og kjörið til að útbúa fyrir páskabrönsinn. Ég gerði þessa gómsætu uppskrift í samstarfi við Innnes. Ég nota fersk ber frá Driscoll’s en þau eru komin í nýjar og fallegar pappaöskjur sem innihalda minna plast og eru 100% endurvinnanlegar. Og ekki skemmir hvað berin eru virkilega bragðgóð. Rjómaostablandan passar mjög vel með en hún inniheldur Philadelphia rjómaost, hlynsíróp, vanilludropa og rjóma. Ég mæli mikið með þessari uppskrift.
6 þykkar súrdeigsbrauðsneiðar
6 egg
1 dl rjómi
2 msk hlynsíróp
1 msk púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 tsk kanill
Smjör til steikingar
Toppa með:
Fersk ber frá Driscoll’s
Hlynsíróp
Rjómaostablanda
1 dolla hreinn Philadelphia rjómaostur
1 tsk vanilldropar
2 tsk hlynsíróp
1-2 tsk rjómi
Aðferð
- Byrjið á því að skerasúrdeigsbrauð í rúmlega 2 cm þykkar sneiðar.
- Hrærið saman egg, rjóma, hlynsíróp, púðursykur, vanilludropa og kanil. Hellið blöndunni í eldfast mót eða einhversskonar stórt ílát.
- Blandið brauðsneiðunum saman við eggjablönduna og leyfið þeim að liggja í blöndunni í um 10 mínútur.
- Á meðan er gott að skola berin og skera þau.
- Blandið öllu í rjómaostablönduna vel saman í skál .
- Steikið brauðsneiðarnar við vægan hita upp úr smjöri þar til þær verða eldaðar, gylltar og fallegar.
- Toppið með rjómaostablöndunni, hlynsírópi og berjum eftir smekk. Njótið vel!
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGA PÁSKA!♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg