fbpx

FISKITACOS MEÐ LIMESÓSU

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR
Ég gerði þetta girnilega fiskitacos í samstarfi við Innnes. Tacos fyllt með þorskhnakka, Philadelphia rjómaosti, hvítkáli, rauðkáli, tómat-og avókadó salsa ásamt dásamlegri limesósu. Fiskur í mjúkum tortillum hefur verið vinsæll réttur á ströndum Mexíkó í margar aldir en hann er líka í uppáhaldi hjá mörgum í dag og í mjög miklu uppáhaldi hjá mér! Ég hef gert þennan rétt svo ótal mörgum sinnum og hann er alltaf jafn góður! Uppskriftin er einföld og mjög bragðgóð en þið getið í rauninni notað hvaða fisk sem er. Það er einnig mjög gott að nota t.d. bleikju eða löngu. Ég mæli með að þið prófið ykkur áfram.
Fyrir 3-4 
Ég mæli með 3 litlum tortillum á mann eða 2 stærri tortillum
500 g þorskhnakki
1 egg
1 dl spelt
1 tsk taco explosion
1 tsk cumin
1 tsk cayenne pipar (má sleppa)
1 1/2 tsk salt
1 tsk pipar
1-2 msk smjör til steikingar
1 lime
Tortillur
Ólífuolía til steikingar
Philadelphia rjómaostur
1/4-1/2 hvítkál

1/4-1/2 ferskt rauðkál

Tabasco sósa eftir smekk
Ferskt kóríander eftir smekk

Salsa
2 tómatar
2-3 msk rauðlaukur
2 msk kóríander
2 avókadó
Safi úr 1/2 lime
Salt og pipar

Limesósa
1 dl Heinz majónes
1 dl sýrður rjómi
Safi úr 1-2 lime
1/2 tsk limebörkur
Salt og pipar

Aðferð
  1. Skerið hvítkál og rauðkál í ræmur, hrærið og setjið í skál.
  2. Pískið egg í skál. Hrærið saman speltinu og kryddinu á disk. Skerið þorskinn í bita, veltið þeim upp úr egginu og síðan speltblöndunni.
  3. Steikið fiskinn á pönnu upp úr smjöri. Skerið eitt lime í báta og dreifið þá yfir fiskinn þegar eldunin er hálfnuð.
  4. Steikið tortillurnar upp úr smá olífuolíu þangað til að þær verða gylltar.
  5. Smyrjið rjómaosti á tortillurnar, dreifið kálinu, tómatsalsanu og fiskinum yfir.
  6. Toppið tacoið með limesósu og kóríander. Fyrir þá sem vilja hafa þetta örlítið sterkara þá er gott að bera þetta fram með tabasco sósu.
Salsa
  1. Skerið tómata (hreinsið fræin úr), rauðlauk og avókadó í litla bita og hrærið saman við kóríander og safa úr lime. Saltið & piprið eftir smekk.

Limesósa

  1. Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma ásamt rifnum lime berki, lime safa, salti og pipar.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FYLLT AVÓKADÓ MEÐ EGGJUM OG PARMESAN OSTI

Skrifa Innlegg