Ferskt og gott kjúklingasalat sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Kjúklingabringur, ferskur aspas, stökk hráskinka, jarðaber, avókadó, parmigiano reggiano ásamt fleiri dásemdar hráefnum í ferskri salatdressingu. Þessi samsetning lætur bragðlaukana gjörsamlega dansa. Hvítlauks grillolían frá Caj P gerir kjúklinginn svo einstaklega bragðgóðan. Ég er búin að nota þennan kryddlög ansi mikið í sumar enda passar hann með mörgu. Mæli með að bera þetta fram með volgu hvítlauksbrauði og glasi af köldu rósavíni með réttinum ef þið eruð í þannig stuði. :)
Fyrir 3
3 kjúklingabringur frá Rose poultry
1 dl Caj P grillolía með hvítlauk
10 ferskir aspasstilkar, skornir í bita
Ólífuolía
Salt & pipar
70 g hráskinka
1 msk hlynsíróp
125 g salatblanda
10-12 jarðaber frá Driscolls
10-12 kokteiltómatar
Rauðlaukur eftir smekk
1-2 avókadó
Parmigiano Reggiano eftir smekk
Salatdressing
80 ml ólífuolía
4 msk ferskur appelsínusafi
Safi úr ½ sítrónu
1 tsk salt
2 hvítlauksrif, pressuð
1 dl fersk steinselja
Aðferð
- Skerið kjúklingabringurnar í tvennt (má sleppa). Blandið þeim saman við grillolíuna í skál og leyfið þeim að marinerast í 30 mínútur eða lengur.
- Grillið kjúklinginn í 15-20 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Skerið hann í sneiðar.
- Dreifið hráskinku og aspas á ofnplötu þaktri bökunarpappír. Penslið hráskinkuna með hlynsírópi og dreifið ólífuolíu, salti og pipar á aspasinn. Bakið í 8-10 mínútur við 180°C. Passið að hráskinkan brenni ekki. Brjótið hráskinkuna í minni bita.
- Skerið jarðaber, kokteiltómata, rauðlauk og avókadó í bita eftir smekk.
- Dreifið salatblöndu í botninn á stórri fallegri skál. Því næst dreifið þið rauðlauk, kjúklingi, hráskinku, aspas, jarðaberjum, tómötum og avókadói.
- Hellið salatdressingunni jafnt yfir og stráið rifnum parmesan osti (parmigiano reggiano) yfir allt saman. Berið fram með meiri parmesan osti og njótið.
Salatdressing
- Smátt skerið steinseljuna.
- Hrærið saman ólífuolíu, appelsínusafa, sítrónusafa, salti, pressuðum hvítlauksrifjum og steinselju í skál.
Fallega svarta skálin er frá Ramba store. Ég fékk hana í jólagjöf og hún fæst hér.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg