fbpx

AFFOGATO EFTIRRÉTTAKOKTEILL

DRYKKIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Helgarkokteillinn er afar ljúffengur affogato eftirréttakokteill sem ég útbjó í samstarfi við Sjöstrand. Þessi drykkur er svo ómótstæðilega góður og ef þú ert kaffiunnandi þá áttu líklegast eftir að elska hann. Ég nota sumarkaffið frá Sjöstrand sem kemur í takmörkuðu upplagi og fæst hér. Það er svo bragðgott og passar vel í kokteilinn. Sumarkaffið er blanda af espresso og lungo. Það er gert úr létt dökkristuðum kaffibaunum frá Perú með hráum kakótónum og bragðmiklu eftirbragði. 

Affogato er vinsæll ítalskur eftirréttur sem inniheldur espresso skot og ís. Hér kemur hann í fullorðinsbúningi og inniheldur kaffilíkjör og vodka og er toppaður með rifnu súkkulaði. 

Fyrir einn
30 ml sumarkaffi espresso & lungo frá Sjöstrand (1 espresso skot)
5 cl kaffilíkjör
2 cl vodka
1 kúla vanilluís
Rifið dökkt súkkulaði

 

Aðferð

  1. Byrjið á því að útbúa eitt espresso skot í glas.
  2. Hellið kaffilíkjöri og vodka útí og hrærið saman.
  3. Setjið kaffiblönduna í fallegt glas og toppið með einni kúlu af vanilluís og rifnu súkkulaði. Það er gott að borða þetta með skeið en annars er líka hægt að drekka hann. Mmmm… og njóta! :)

SKÁL & NJÓTIÐ VEL !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OFNBAKAÐ TACOS MEÐ LINSUBAUNUM

Skrifa Innlegg